Alþjóðleg vika snípsins var haldin í fyrsta skipti dagana 6.-12.maí 2013 og vakti hún mikil viðbrögð. Vikan var hugsuð sem vitundavakning fyrir snípinn sem ekki fengi næga athygli.
„Snípurinn er mjög vanmetinn því fólk veit ekki að hann er helsti unaðsstaður píkunnar og leið flestra til að fá fullnægingu er með örvun hans. Það þarf að passa að hann sé smurður áður en er nuddaður og er það hægt að gera með bleytu úr píkunni, munnvatni eða sleipiefni. Snípurinn er risavaxið líffæri en aðeins hluti af honum er sýnilegur,“ sagði kynfræðingurinn Sigga Dögg í samtali við Smartland á MBL.
Sigga Dögg sagði ákaflega sorglegt hve lítið er fjallað um snípinn í fræðiritum og sé þessi vitundavakning því nauðsynleg enda sé hann ein helsta leið til unaðar. Þegar hún var spurð hvað hún leggi til að konur geri í þessari viku tileinkaðari snípnum svarar hún:
„Þetta er bara liður í því að leyfa konum að setja kröfur á kynlífið og sjálfa sig og maí er alþjóðlegur sjálfsfróunarmánuður svo þetta fer einkar vel saman, konur virðast ekki rúnka sér jafnoft og karlmenn og byrja seinna á því en margt væri hægt að laga í samböndum og kynlífi ef báðir aðilar pössuðu upp á að sinna sér.“
Sigga Dögg hélt upp á vikuna með því að fræða landann. Hún hélt fyrirlestraröð fyrir norðan, ræddi málin í útvarpi og skrifaði greinar. Lítið hefur verið rætt um þessa áhugaverðu vitundavakningu sem leit fyrst dagsins ljós fyrir níu árum.