Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fyrr í kvöld einstakling sem grunaður er um að hafa stungið annan með hnífi í miðborg Reykjavíkur segir í tilkynningu frá lögreglu en í nótt fór hin árlega Menningarnótt fram.
Málið er í rannsókn en ekki er hægt að gefa upp frekari upplýsingar að svo stöddu að sögn lögreglu. Heimildir Mannlífs herma að lögreglan hafi verið með mikinn viðbúnað vegna málsins.
Samkvæmt sjónarvotti sem ræddi við RÚV voru tvær konur og einn karlmaður hafi verið stungin en í tilkynningu frá lögreglunni er talað um einn einstakling.