Tveggja bíla árekstur tveggja bíla varð á þjóðveginum nálægt Skaftafellsá við Svínafellsjökul á Suðurlandi. Átta eru sagðir slasaðir, þar af tveir alvarlega.
Samkvæmt frétt Vísis hefur hópslysaáætlun verið virkjuð á Suðurlandi eftir árekstur tveggja bíla nærri Skaftafellsá við Svínafellsjökul en átta eru sagðir slasaðir, þar af tveir alvarlega. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið á vettvang.
Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, staðfesti þetta í samtali við Vísi. Þá segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi, að björgunarsveitin Kári í Öræfum hafi verið kölluð út en að langt sé í aðrar bjargir á svæðinu.
Fréttin verður uppfærð.