Sunnudagur 15. september, 2024
6.6 C
Reykjavik

Alvarlegt rútuslys nálægt Blönduósi – Þrír fluttir með þyrlu á Landspítalann og fjórir með flugvél

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þrír voru fluttir með þyrlu á Landsspítalann í Fossvogi eftir að rúta með á þriðja tug farþega valt út af þjóðveginum við bæinn Brekku, nálægt Blönduósi rétt fyrir klukkan sex í morgun.

Þrír farþegar rútunnar hafa verið fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi en fjórir farþegar voru fluttir með sjúkraflugi frá Akureyri. Þá voru einhverjir fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri, samkvæmt frétt RÚV. Áfallahjálp og önnur aðstoð er í höndum Rauða krossins.

Eins og tíðkast í hópslysum voru aðgerðarstjórn og samhæfingamiðstöð Almannavarna virkjaðar.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra verður vegurinn lokaður stórum bifreiðum en öðrum stýrt í gegn.

Mbl.is sagði fyrst frá slysinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -