Lögreglan á Suðurlandi sendi frá sér tilkynningu. Alvarlegt umferðaslys varð á þjóðvegi eitt á Reynisfjalli við Vík. Lögreglan hefur lokað Suðurlandsvegi við Vík og biðlar til vegfarenda að sýna tillitssemi og biðlund.
„Alvarlegt umferðarslys varð á þjóðvegi 1 fyrir stundu á Reynisfjalli við Vík í Mýrdal. Lögregla er við störf á vettvangi ásamt öðrum viðbragðsaðilum. Veður á vettvangi er slæmt og færð tekin að spillast.
Lögregla hefur lokað Suðurlandsvegi við Vík og eru vegfarendur beðnir um að sýna viðbragðsaðilum tillitssemi.
Frekari upplýsingar verða ekki veittar að svo stöddu“