Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Ályktun Solaris: „Við skorum á íslensk stjórnvöld að stöðva brottvísun Yazan án tafar!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Solaris fordæmir fyrirhugaðri brottvísun á ellefu ára gömlum dreng frá Palestínu og hvetur stjórnvöld til að draga hana til baka.

Stjórn samtakanna Solaris sendi frá sér ályktun í gærkvöldi vegna fyrirhugaðrar brottvísunar á Yazan Tamimi, ellefu ára palestínsks drengs með Duchenne-hrörnunarsjúkdóminn. Í ályktuninni fordæma samtökin brottvísunina og gera alvarlega athugasemd við málsmeðferðina og ákvörðunartöku í henni og eru stjórnvöld hvött til að stöðva brottvísunina án tafar.

Ályktunina má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

23.júní 2023

Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, fordæma fyrirhugaða brottvísun á Yazan Tamimi, ellefu ára palestínsks drengs. 

Yazan er með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne, sem er hrörnunarsjúkdómur þar sem allir megin vöðvar líkamans rýrna smám saman, þar á meðal hjarta- og öndunarvöðvar. Lífslíkur þeirra sem eru með sjúkdóminn eru verulega skertar en án þjónustu er meðalaldur í kringum 19 ár. 

Yazan og foreldrar hans flúðu heimili sitt í Palestínu í leit að skjóli og vernd á Íslandi fyrir ári síðan. Á leið sinni hingað komu þau við á Spáni og þangað hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að senda fjölskylduna, þrátt fyrir að þau hafi aldrei dvalið þar til lengri tíma, eru ekki með vernd þar í landi og njóta því takmarkaðra réttinda og þjónustu þar. Að brottvísa Yazan þýðir í raun að hann verður sendur aftur á flótta um ókomna tíð.

- Auglýsing -

Sjúkdómurinn hans Yazans krefst stöðugrar umönnunar og er aðgangur að sérhæfðri læknisþjónustu nauðsynlegur til að lengja lífslíkur sem mest. Með því að senda Yazan til Spánar gæti orðið hlé á lífsnauðsynlegri læknisþjónustu í allt að 18 mánuði. Slík skerðing á meðferð mun samkvæmt sérfræðingum valda honum óafturkræfum skaða sem munu minnka lífsgæði hans verulega og stytta líf hans. 

Það er ljóst að slík ráðstöfun er Yazan alls ekki fyrir bestu, en eins og fram kemur í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga stjórnvöld ávallt að byggja ákvarðanir sínar er snúa að börnum á þeirra hagsmunum og hvað sé þeim fyrir bestu. 

Þá er með öllu óskiljanlegt að íslensk stjórnvöld hafi ekki litið til sérstakra aðstæðna í máli Yazan og honum veitt efnisleg meðferð á umsókn sinni í stað þess að misnota dyflinarreglugerðina enn einu sinni til þess að koma fólki með flóttabakgrunn úr landi. 

- Auglýsing -

Þá gerir stjórn Solaris alvarlega athugasemd við að ákvörðun kærunefndar útlendingamála í máli Yazan hafi verið á höndum eins aðila. Slíkt vald yfir örlögum fólks á ein manneskja aldrei að hafa. Þegar slíkt vald hefur áhrif á framtíð barns, lífslíkur og lífaldur, er slíkt forkastanleg stjórnsýsla.

Við skorum á íslensk stjórnvöld að stöðva brottvísun Yazan án tafar!

Fyrir hönd stjórnar,
Sema Erla Serdaroglu
formaður stjórnar

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -