Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Amerískir kakkalakkar að breiðast út á Íslandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir segir að amerískir kakkalakkar hafi síðustu mánuði sótt í sig veðrið á Íslandi. RÚV greinir frá þessu og hefur eftir Steinari að amerískum kakkalökkum hafi fjölgað sérstaklega síðustu tvo til þrjá mánuði. Steinar telur líklegast að kakkalakkarnir berist til Íslands í tengslum við ferðalög, bæði með erlendum ferðamönnnum, en einnig þegar Íslendingar koma heim.

Steinar segir nokkuð auðvelt að forðast kakkalakka. „Ekki skilja eftir óhreint leirtau í vaskinum. Mamma sagði mér það alltaf, að það væri mjög slæmt og ég held að það sé alveg rétt hjá henni. Það laðar þá að. Óhreint leirtau í vaskinum eða matarleifar undir ísskápnum. Ef þeir detta inn um dyrnar hjá þér þá eru meiri líkur heldur en minni á að þeir setjist að hjá þér, því ef það er allt spikk og span eru þeir fljótir að fara í burtu. Þeir stoppa stutt og eru ekkert að fjölga sér inni hjá þér,“ hefur RÚV eftir honum,

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -