Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Amnesty fordæmir brottvísanir mansalsþolenda: „Harmar ómann­úð­lega meðferð stjórn­valda“ 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslands­deild Amnesty Internati­onal fordæmir brott­vís­anir íslenskra stjórn­valda á umsækj­endum um alþjóð­lega vernd sem eru mansals­þo­lendur. Kemur þetta fram í tilkynningu frá deildinni.

Á dögunum var þremur konum frá Nígeríu vísað frá Íslandi og þær sendar aftur til Nígeríu, ásamt karlmanni sem einnig fékk synjun um hæli hér á landi. Konurnar segjast allar þolendur mansals en ein þeirra, Blessing Newton er með sex æxli í legi og þarf á bráðaþjónustu að halda.

Í yfirlýsingu Íslandsdeildar Amnesty International segir meðal annars:

„Deildin harmar þá ómann­úð­legu og vanvirð­andi meðferð stjórn­valda á þeim viðkvæma og sérstaka hópi umsækj­enda sem sviptur var frelsi sínu og þving­aður var úr landi aðfaranótt 14. maí sl. Íslands­deildin hefur ítrekað gagn­rýnt brott­vís­anir viðkvæmra hópa og harð­neskju­lega stefnu íslenskra stjórn­valda í málum einstak­linga í sérstak­lega viðkvæmri stöðu sem sótt hafa um alþjóð­lega vernd á Íslandi.“

Þá er vísað í skýrslu Evrópuráðsins um kynbundið umsóknir um alþjóðlega vernd en þar kemur fram að ofsóknir á hendur konum og stúlkum séu oft á tíðum öðruvísi en ofsóknir sem karlmenn verða fyrir. Þar segir að konur og stúlkur eigi frekar á hættu að verða fyrir kynbundnum ofsóknum og ofbeldi á borð við kynferðisofbeldi, þvinguð hjónabönd og mansal. Segir ennfremur að þing Evrópuráðsins kalli eftir því að kynbundið ofbeld, sem og kynbundnar ofsóknir verði metnar á viðeigandi hátt við meðferð hælisumsókna í aðildarrikjum þess.

„Þá er Ísland einnig aðili að Palermósamn­ingnum auk bókana við hann, þar á meðal bókunar til að koma í veg fyrir, berjast gegn og refsa fyrir verslun með fólk, einkum konur og börn. Samkvæmt Istan­búl­samn­ingnum skulu aðild­ar­ríki gera nauð­syn­legar ráðstaf­anir, með laga­setn­ingu eða öðrum hætti, til að virða þá megin­reglu í samræmi við skyldur þjóða­réttar að vísa hælis­leit­anda ekki aftur þangað sem líf hans eða frelsi kann að vera í hættu.“

- Auglýsing -

Að lokum hvetur Íslandsdeildin íslensk yfirvöld til að enduskoða „harðneskjulega stefnu sína“:

Deildin áréttar jafn­framt mikil­vægi þess að tekið sé sérstakt tillit til stöðu og þarfa kvenna og stúlkna við mat á umsóknum um alþjóð­lega vernd á Íslandi. Kyn og kyngervi skiptir miklu máli þegar fjallað er um málefni flótta­fólks. Það er stað­reynd að staða kvenna í neyð og á flótta er sérstak­lega viðkvæm þar sem þær standa frammi fyrir fjöl­þættri mismunun, svo sem kynbund­inni mismunun og kynferð­is­legu ofbeldi.  

Með vísan til fram­an­greindra viðmiða, umfjöll­unar um aðstæður mansals­þo­lenda og einstak­lings­bund­inna aðstæðna umsækj­enda hvetur Íslands­deild Amnesty Internati­onal íslensk stjórn­völd til að endur­skoða harð­neskju­lega stefnu sína varð­andi brott­vís­anir þeirra umsækj­enda um alþjóð­lega vernd á Íslandi sem eru í sérstak­lega viðkvæmri stöðu, sbr. mansals­fórn­ar­lömb.

- Auglýsing -

Hér má lesa yfirlýsinguna í heild sinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -