Helga Vala Helgadóttir sér einn jákvæðan punkt vegna myndun nýrrar ríkisstjórnar.
Lögmaðurinn og fyrrverandi þingmaðurinn Helga Vala Helgadóttir segist í nýrri Facebook-færslu sjá einn ljósan punkt í sambandi við nýju ríkisstjórnina. Hún er ánægð með að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sé aftur komin í utanríkisráðuneytið í stað Bjarna Benediktssonar sem að hennar mati stóð sig illa í því ráðuneyti. Þá segist hún hissa á að Vinstri grænir myndu leggjast „svona flatt að afhenda Bjarna forsætis“.
Hér má lesa færsluna:
„Minn jákvæði túkall þrátt fyrir að ég hafi nú bara aldrei séð annað eins rok við myndun einnar ríkisstjórnar.