Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Andlát af völdum Covid-19: Íbúi á Sunnuhlíð lést um helgina

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íbúi á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð lést af völdum Covid-19 um helgina.

Í gær greindust rúmlega fjórtán hundruð með Covid-19 innanlands, eða nærri þriðjungur þeirra sýna sem greind voru. 31 sjúklingur er nú inniliggjandi á Landspítala með sjúkdóminn. Af þeim eru þrír á gjörgæslu, þar af tveir í öndunarvél.

Um helgina kom upp hópsmit á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Af 66 heimilismönnum hafa 35 greinst með veiruna. Sá sem lést á Sunnuhlíð í gær var rúmlega sjötugur karlmaður.

Í samtali við RÚV sagði Kristján Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vigdísarholts sem rekur Sunnuhlíð, að ekki hafi verið mikið um veikindi eftir smitin á hjúkrunarheimilinu, nema hjá þessum sem lést. Hann segir stöðuna á heimilinu þó hafa verið þunga vegna smitanna. Hann segir að það muni líklega halda áfram að vera þannig út vikuna, en fari svo vonandi að ganga til baka.

Kristján segir að ekki hafi margir starfsmenn á Sunnuhlíð smitast en þeir hafi þó þurft að fara í sóttkví. Það þyngi róðurinn.

Andlát af völdum Covid-19 á Íslandi eru nú orðin 47 talsins.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -