Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

„Andlegt heilbrigði er málefni sem varðar okkur öll – veljum að smita hinu góða og uppbyggilega“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það vantar uppbyggjandi forvarnarstarf sem ýtir undir heilbrigði einstaklingsins. Besta forvarnarstarfið liggur í sjálfsþekkingu og umburðarlyndi gagnvart sjálfum sér og öðrum. Einnig er mikilvægt að fólk geti leitað sér stuðnings án þess að einhver greining liggi til grundvallar og mikilvægt er að sjúkdómsvæða ekki eðlilegar tilfinningar.

Gott geðheilbrigði þýðir ekki að þú sért alltaf hamingjusamur, heldur frekar að þú sért meðvitaður um þína tilfinningalegu fjölbreytni sem manneskja og kunnir á bjargráð þín. Það er ekki bara heilbrigðiskerfisins að stuðla að andlegu heilbrigði, það er líka skólakerfisins, vinnumarkaðarins og hinna ýmsu stoðstofnana. T.d. er markviss vinna að fyrirbyggjandi loftslagsaðgerðum líka geðheilbrigðismál því að hún eykur öryggi og hefur augljósan tilgang.“ Þetta segir Anna Jóna Guðmundsdóttir, ráðgjafi og sérfræðingur í uppbyggingu teyma (e. Organisational Team Consultant) hjá Auðna ráðgjöf.

Jákvæð sálfræði

Ljósmyndari: Silla Páls.

Auðna ráðgjöf er teymi sem heldur úti fyrirlestrum, vinnustofum og styrkleikaþjálfun með jákvæða sálfræði að leiðarljósi.

„Jákvæð sálfræði er frábær fræðigrein, því hún kemur inn á svo margt, stóri parturinn er vellíðan og flestir tengja sálfræði við vellíðan og jákvæðni, en annar jafn stór þáttur er árangur og velgengni. Í mörgum tilfellum fer þetta vel saman bæði á vinnustöðum og í persónulegu lífi.“

Anna segir í samtali við Mannlíf að þau séu: „hluti af sívaxandi giggarahagerfi og erum við núna í samstarfi við Hoobla klasann sem er með yfir 50 giggara á skrá. Vinnustofan sem við bjóðum er sérsniðin fyrir teymi. Í vinnustofunni er á markvissan hátt unnið að árangri út frá styrkleikum og markmiðum teymisins auk þess sem unnið er með verkfæri sem styrkja samvinnu og stuðla að jákvæðni.

Í framhaldi af námskeiðum býðst þátttakendum sem vilja, að vinna áfram eigin styrkleikagreiningu í markþjálfun. Markþjálfun er alltaf á forsendum markþjálfunarþegans en við erum sérstaklega að höfða til fólks sem vill leggja áherslu á styrkleika, tilfinningagreind og sköpun. Markhópurinn hentar öllum, óháð vinnustofum, sem dæmi má nefna tilfelli þar sem starfsfólk vill vinna með jákvæða þætti, starfsfólk sem vill líta inn á við t.d. í kjölfar breytinga og þá sem hafa farið í kulnun.“

- Auglýsing -

Ný verkfæri og betri samskipti

Auðna Tæknitorg – fyrirlestur.

Anna Jóna hefur verið með vinnustofur og námskeið í nokkur ár, meðal annars hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Samstarfskona hennar, Þórhildur Sveinsdóttir, er lærður markþjálfi með áherslu á tilfinningagreind og hefur í nokkur ár boðið upp á markþjálfun bæði á Íslandi og erlendis, með mjög góðum árangri. Það sem drífur þær áfram er áhugi á að miðla því sem er jákvætt og að efla fólk. Ánægðir viðskiptavinir, sem hafa tileinkað sér ný verkfæri og betri samskipti, eru það sem gleður þær mest, en nánari upplýsingar um starfsemina má sjá inn á Hoobla-vefsíðunni.

Nálgun jákvæðrar sálfræði nýtir eiginleika og auðlindir einstaklinga, teyma og samfélaga til þess að ná árangri og vellíðan. Jákvæð sálfræði horfir til þess, að til þess að árangur náist þurfi að huga að grunnþörfum eins og tengslamyndun og stuðla að því að fólk geti nýtt styrkleika sína og notið virðingar.

Stefnumótun á grundvelli jákvæðrar sálfræði felur í sér að jafnvægi sé til staðar þannig að varanlegur og sjálfbær árangur náist til lengri tíma. Auðlindir og styrkleikar eru nýttir til að auka vellíðan og einnig til að takast á við hindranir og veikleika sem geta staðið í vegi fyrir því að árangur náist.

- Auglýsing -
Þórhildur Sveinsdóttir. Ljósmyndari Silla Páls.

Uppbyggjandi samskipti

Grunnstoðir jákvæðrar sálfræði eru: „að halda á lofti umræðu um þessa þætti, ásamt því að hugað að því að grunnþörfum fólks sé mætt í þjóðfélaginu, það skiptir máli. Einnig er mikilvægt að samtal eigi sér stað um andlega heilsu og allir njóti virðingar. Uppbyggjandi samskipti og samtal er grunnur þess að hver og einn einstaklingur nái að blómstra og nýta styrkleika sína. Í mörgum tilfellum er fólk ekki meðvitað um styrkleika sína og þá sérstaklega vannýtta styrkleika. Markþjálfun og jákvæð sálfræði fara einstaklega vel saman vegna þess að markþjálfun er í sjálfu sér valdeflandi og ýtir undir framkvæmdagleði einstaklingsins.

Með jákvæðu samtali og opinni umræðu kemur meiri sjálfsþekking og tilfinningagreind eykst. Að þekkja sjálfan sig betur og vinna að betri tilfinningagreind hefur góð áhrif á okkur sjálf og umhverfi okkar. Jákvæðar tilfinningar eru smitandi og hafa margfeldisáhrif. Hér getum við öll lagt okkar af mörkum,“ segir Anna.

Anna segir að lokum: „Andlegt heilbrigði er málefni sem varðar okkur öll. Oft er fyrst horft til heilbrigðiskerfisins en það þarf að vinna að heilbrigði á heimilum, í skólum og á vinnustöðum. Jákvæð samskipti og andrúmsloft stuðla að andlegu heilbrigði.

Við erum öll ábyrg og getum lagt okkar af mörkum. Tilfinningar eru smitandi. Veljum að smita hinu góða og uppbyggilega.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -