Andri Snær Magnason segist hönnun Vegagerðarinnar í þéttbýli mestalla „ómanneskjulega“.
Rithöfundurinn og leikritaskáldið Andri Snær Magnason er annt um umhverfið eins og alþjóð veit. Í nýlegri færslu á Twitter tjáir hann sig um frétt Mbl um næstu framkvæmdir Vegagerðarinnar en þar eru tiltekin næstu verkefni hennar í þéttbýli. Andri Snær segir hönnun Vegagerðarinnar spilla lýðheilsu. Færsluna má lesa hér fyrir neðan:
„Mestöll hönnun Vegagerðarinnar í þéttbýli er því miður ómanneskjuleg, ofvaxin og gamaldags, nema kannski Fossvogsbrúin. Hönnun sem spillir lýðheilsu með því að skera sundir borgarhluta með of miklum hraða og röngum forsendum.“