Íslenski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu Andri Lucas Guðjonssen hefur verið seldur frá danska liðinu Lyngby til Gent en liðið spilar í belgísku úrvalsdeildinni og lenti í 7. sæti á seinasta tímabili. Andri fetar þar með í fótspor Eiðs Smára og Arnórs sem eru faðir og afi Andra en þeir léku báðir á sínum tíma í belgísku úrvalsdeildinni.
Stjarna Andra hefur heldur betur risið undanfarið en á seinasta tímabili skoraði hann 15 mörk í 33 leikjum fyrir Lyngby. Þá hefur Andri einnig spilað 22 landsleiki fyrir Ísland og skorað sex mörk í þeim leikjum.
Talið er að Gent hafi borgað þrjár milljónir evra fyrir Andra en Lyngby hefur aldrei áður selt leikmann á svo háu verði og skrifaði Andri undir fjögra ára samning.
𝘼 𝙟𝙤𝙪𝙧𝙣𝙚𝙮 𝙩𝙧𝙤𝙪𝙜𝙝 𝙀𝙪𝙧𝙤𝙥𝙚, 𝙣𝙤𝙬 𝙞𝙣 9️⃣0️⃣0️⃣0️⃣
Welcome, Andri Gudjohnsen 💣
TRANSFER I https://t.co/1cqRdyN04K pic.twitter.com/5iE6Ve5dfM
— KAA Gent (@KAAGent) June 7, 2024