Andri Snær Magnason segir einnota umbúðir úr áli ekki vera lausnina í baráttunni gegn plasti.
„Mesta tímaskekkja í heimi,“ skrifar rithöfundurinn Andri Snær Magnason á Twitter um frétt Morgunblaðsins um aukna notkun áls í drykkjarumbúðir á kostnað plasts.
Í frétt Morgunblaðsins segir að þessi þróun gæti styrkt útflutning á áli frá Íslandi á næstu árum þar sem bandarískir matvörurisar séu farnir að nota ál í drykkjarumbúðir í auknum mæli í ljósi umræðunnar um plastmengun.
Andri furðar sig á fréttinni og segir að ál sé ekki góð staðkvæmdarvara fyrir plast. „Jákvæð frétt um aukna einnota umbúðanotkun í landi með glæpsamlega lélega endurvinnslu er mesta tímaskekkja í heimi. Ál er ekki góð staðkvæmdarvara fyrir plast. Ameríka hendir áli sem gæti endurnýjað fjórfaldan flugflotann árlega,” skrifar Andri á Twitter.
Jákvæð frétt um aukna einnot umbúðanotkun í landi með glæpsamlega lélega endurvinnslu er mesta tímaskekkja í heimi. Ál er ekki góð staðkvæmdarvara fyrir plast. Ameríka hendir áli sem gæti endurnýjað fjórfaldan flugflotann árlega. #tímaskekkja #gamlitíminn pic.twitter.com/plWqil0hSd
— Andri Snær Magnason (@AndriMagnason) October 23, 2019