Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Andri Snær um orkuskiptin: „Stórvirkjanakórinn vill halda raunveruleika okkar aftengdum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Andri Snær Magnason, rithöfundur og náttúruverndarsinni er í ham í nýjum þræði sem hann bjó til á Twitter í gær. Þar gagnrýnir hann harðlega málflutning yfirvalda og virkjanasinna sem birst hefur síðustu daga og misseri varðandi orku og virkjanaþörf Íslands.

Byrjar Andri Snær á því að tala um nýlega skýrslu á vegum Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins þar sem framtíðarhorfur í orkumálum þjóðarinnar er skoðuð.

„Ný skýrsla segir þetta: „Tekjur af útflutningi ál, álafurða og kísiljárns voru 308,4 milljarðar króna árið 2021. Nemur það ríflega 39% af heildartekjum Íslands af útflutningi vöru á því ári. Undirstrikar þetta mikilvægi greinarinnar fyrir þjóðarbúið.“ Hér er á ferðinni draugur sem átti að vera löngu kveðinn niður. Tekjur Alcoa í milljörðum eru EKKI tekjur Íslendinga eða tekjur „okkar“. Þessi framsetning veldur misskilningi og býr til nýlenduáhrif.“

Andri er síður en svo ánægður með framsetninguna en hann heldur áfram:

„Svona bókhaldsframsetning ætti yfirleitt ekki að skipta máli en þessi framsetning er hönnuð til að skapa ranghugmynd meðal Íslendinga um hvaðan lífgæði og tilvera hennar kemur. Venjulegt fólk sem les svona heldur að 39% af lífi okkar sé tilkomið vegna þriggja stórfyrirtækja.“

Því næst talar Andri um andlega nýlendustefnu.

- Auglýsing -

„Þetta er andleg nýlendustefna sérhönnuð til að láta þjóðina halda að fórnir á náttúruauðlindum hafi skilað sér til þjóðarinnar. Það er óþolandi að opinber skýrsla sem er gefin út árið 2022 haldi þessum málflutningi á lofti.“ 

Í næstu undirfærslu birtir hann hlekk á frétt Rúv um að nú þurfi að byggja fimm Kárahnjúkavirkanir í orkuskiptin og ritar eftirfarandi texta við:

Stórvirkjanakórinn vill halda raunveruleika okkar aftengdum og setur fram tryllta framtíðarsýn sem er ekki í neinum tengslum við veruleikann.

- Auglýsing -

Að lokum bendir Andri á fyndnustu sviðsmynd skýrslunnar að hans mati:

Fyndnasta sviðsmyndin í skýrslunni er auðvitað þessi: Sviðsmynd 6: Landvernd Náttúruverndarsamtökin – enginn hagvöxtur.

Á Íslandi hefur þröngur hagsmunahópur stolið hugmyndinni um hagvöxt og beintengt hann við sjálfan sig. Skýrsluhöfundar hafa semsagt reiknað út að fólk eins og @hjalli_is og @iamharaldur eða @StefaniaBje og öll @IcelandStartups muni klikka næstu 18 árin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -