Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Anna hvetur Íslendinga til að forðast þetta svæði á Tenerife: „Í fyrrakvöld urðu hópslagsmál“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Það er eitt ákveðið svæði á Tenerife sem vélstjórinn á eftirlaunum, Anna Kristjánsdóttir, hvetur Íslendinga til að forðast. Ekki nema þá að landar hennar vilja finna eiturlyf til sölu, vændiskonur að bjóða blíðu sína eða til að láta ræna sig.
Þetta kemur fram í nýjasta pistli Önnu frá eyjunni fögru. Svæðið sem um ræðir ber heitið Veronicas og er staðsett á Amerísku ströndinni.
„Það svæði sem hefur verst orð á sér á Kanaríeyjum öllum heitir Veronicas og er skemmtanahverfi vestast á Las Americas, rétt við hreppamörk Arona og Adeje, en fyrir þau sem ekki þekkja til, tilheyrir hverfið Las Americas Aronahreppi rétt eins og Los Cristianos. Ef einhverja langar í dóp eða vændiskonu er farið til Veronicas, en einnig ef fólk hefur gaman af að láta ræna sig. Eitt af því góða við útgöngubannið í Cóvið og árið eftir útgöngubannið var að þá voru fáir rændir í hverfinu enda allt lokað og læst, útgöngubann á nóttunni og allt friðsælt,“ segir Anna og heldur áfram:
„Í fyrrakvöld urðu hópslagsmál á milli ungra Walesverja og ungra Englendinga í Veronicas. Þetta var auðvitað ekkert til að hrópa húrra fyrir, en um leið er breskum ferðaskrifstofum um að kenna sem auglýstu ferðir til Tenerife til að horfa á fótboltamótið sem fram fer í Qatar, en ferðir til Qatar eru margfalt dýrari en til Tenerife og margir breskir húliganar glepjuðust af tilboðunum og vildu frekar lenda í dýflissunum hér í stað þess að þess að vera tugtaðir til í Qatar þótt þeir hefðu sem best verið geymdir heima hjá sér.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -