Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

„Ég sé ekki eftir einu einasta skrefi!” – Anna María sakaði Aron Einar og Eggert um nauðgun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Takk allir sem hafa stutt við bakið á mér, ykkur verð ég ævinlega þakklát. Ég er að gróa,“ segir Anna María Bjarnadóttir, í færslu á Facebook, af því tilefni að henni voru veitt Hugrekkisverðlaun Stígamóta á dögunum.

Anna María steig fram í maí síðastliðnum þar sem hún sagði þá Aron Einar Gunnarsson, fyrirliða íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, og Eggert Gunnþór Jónsson, fyrrverandi landsliðsmann og núverandi leikmann FH, hafa nauðgað sérí Kaupmannahöfn árið 2010.

Sjá einnig: Segir tvo þjóðþekkta Íslendinga hafa nauðgað sér ítrekað: „Ég skila skömminni, FOKKIÐ YKKUR “

Segir tvo þjóðþekkta Íslendinga hafa nauðgað sér ítrekað: „Ég skila skömminni, FOKKIÐ YKKUR “

„Ég sé ekki eftir einu einasta skrefi!,“ segir Anna María og heldur áfram: „Langir en samt svo stuttir mánuðir og ár að baki. Það krefst hugrekkis að standa með sjálfum sér og berjast á móti ansi hörðum straumi.“

Mannlíf opnaði á mál Arons og Eggerts síðastliðið sumar þegar greint var frá frásögn konu sem steig fram í opinni fræslu sem fórnarlamb kynferðislegrar misnotkunar af hendi tveggja landsliðsmanna. Hræðilegar lýsingar þolandans finnur þú í fréttinni hér fyrir neðan.

- Auglýsing -

Á viðurkenningarskjal Stígamóta til Önnu Maríu er skrifað:

„Baráttukonan Anna María hóf baráttu sýna fyrir réttlæti í heimi þar sem hugmyndir fólks um hvað er réttlát er litað af peningum, völdum og skaðlegum viðhorfum í garð kvenna. Hún hefur staðið  keik og með hugrekki sínu og staðfestu rutt brautina fyrir aðra.

Fyrir hugrekki sitt, þrautseigju, kjark og þor á Anna María heiður skilinn. Takk kæra baráttukona og fyrirmynd fyrir að berjast fyrir þolendur og betri heimi. “

- Auglýsing -

Hér fyrir neðan má sjá hluta úr lýsingu Önnu Maríu á meintu kynferðisbroti tvímenninganna úr landsliðinu:

„Ég ligg andvaka, get ekki hætt að hugsa um alla sem hafa þurft að upplifa það sama og ég. Upplifa skömm, reiði, sorg, uppgjöf, vantrú á sínar eigin tilfinningar og upplifanir.

Ég ældi yfir annan þeirra í leigubílnum á leið á hótelið þeirra, svo aftur í rúmið á hótelinu en þeir létu það ekki stoppa sig og skiptust á að nauðga mér þar sem ég lá í rúminu ber að neðan með ælu í hárinu, andlitinu og fötunum

Þetta rændi mig svo mörgu. Sjálfstraustinu, gleðinni, tækifærum og upplifunum.”

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -