Anna, sem sjálf er trans kona, skrifaði dagbókarfærslu á Facebook í gær undir nafninu Transfóbía. Þar vekur hún athygli á tveimur hópum „hatursfólks gegn transfólki“ sem hafa verið stofnaðir hér á landi. Um er að ræða hópana Barátta XX-kvenna fyrir öryggi og Samtökin 22. Segir Anna að fyrri hópurinn séu konur með transfóbíu og sá seinni vera homma sem hatast út í transfólk.
„Ekki veit ég hvað þessum hópum gengur til, en dettur í hug að þeir séu svipaðrar skoðunar og ítrustu hægrimenn í Bandaríkjunum og Evrópu, en þeir mega alveg vita það að þessir skoðanabræður þeirra vilja vissulega losna við transfólk af jörðinni sem fyrst, en síðan kemur röðin að þeim sjálfum, samanber mennina með bleika þríhyrninginn í Þýskalandi nazismans,“ skrifar Anna meðal annars í færslunni og segir í kjölfarið að hún væri til í að hreinsa út af vinalista sínum á Facebook, leynist þar fylgjendur hópanna. „Þetta er nákvæmlega það sem Eldur DeVille eða hvað hann nú heitir og félagar hans í Samtökunum 22 sem og XX-konur eru að boða, hatur, misrétti og fyrirlitning,“ bætti Anna við.
Í lokins minnist hún á heimsókn sína til frænku sinnar í smábænum Smithville í Norður-Carolinu í Bandaríkjunum árið 1976, sem þá var stjórnað a fordómafullum bæjarstjóra. Anna tók ljósmynd af stærðarinnar skilti í bænum sem auglýsti hin alræmdu haturssamtök Ku Klux Klan.
„Það leikur að sjálfsögðu enginn vafi á því hvaða boðskap þetta skilti boðaði.
Hér má lesa færsluna í heild sinni:
„Dagur 1455 – Transfóbía.