Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Anna sakar Samtökin 22 um hatur gegn transfólki: „Virðast vera með það eitt á stefnuskránni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Anna Kristjánsdóttir vekur máls á tveimur hópum „hatursfólks“ í dagbókarfærslu gærdagsins á Facebook.

Anna, sem sjálf er trans kona, skrifaði dagbókarfærslu á Facebook í gær undir nafninu Transfóbía. Þar vekur hún athygli á tveimur hópum „hatursfólks gegn transfólki“ sem hafa verið stofnaðir hér á landi. Um er að ræða hópana Barátta XX-kvenna fyrir öryggi og Samtökin 22. Segir Anna að fyrri hópurinn séu konur með transfóbíu og sá seinni vera homma sem hatast út í transfólk.

„Ekki veit ég hvað þessum hópum gengur til, en dettur í hug að þeir séu svipaðrar skoðunar og ítrustu hægrimenn í Bandaríkjunum og Evrópu, en þeir mega alveg vita það að þessir skoðanabræður þeirra vilja vissulega losna við transfólk af jörðinni sem fyrst, en síðan kemur röðin að þeim sjálfum, samanber mennina með bleika þríhyrninginn í Þýskalandi nazismans,“ skrifar Anna meðal annars í færslunni og segir í kjölfarið að hún væri til í að hreinsa út af vinalista sínum á Facebook, leynist þar fylgjendur hópanna. „Þetta er nákvæmlega það sem Eldur DeVille eða hvað hann nú heitir og félagar hans í Samtökunum 22 sem og XX-konur eru að boða, hatur, misrétti og fyrirlitning,“ bætti Anna við.

Í lokins minnist hún á heimsókn sína til frænku sinnar í smábænum Smithville í Norður-Carolinu í Bandaríkjunum árið 1976, sem þá var stjórnað a fordómafullum bæjarstjóra. Anna tók ljósmynd af stærðarinnar skilti í bænum sem auglýsti hin alræmdu haturssamtök Ku Klux Klan.

„Það leikur að sjálfsögðu enginn vafi á því hvaða boðskap þetta skilti boðaði.

Hatur, misrétti og fyrirlitningu.“

Hér má lesa færsluna í heild sinni:

„Dagur 1455 – Transfóbía.

Ég hefi veitt því eftirtekt að tveir hópar hatursfólks gegn transfólki hafa verið stofnaðir á Íslandi. Annars vegar eru það hópur sem kallar sig Barátta XX-Kvenna fyrir öryggi sem eru konur með transfóbíu og svo eru það Samtökin 22 sem virðast vera með það eitt á stefnuskránni að vera hommar sem hatast út í transfólk. Ég hefi reyndar heyrt það sagt að sami aðilinn standi að stofnun beggja samtaka, en það er óstaðfest. Í fyrri hópnum eru rúmlega hundrað konur sem virðast hafa áhuga á málefninu eins og nafnið gefur til kynna, en hinum hópnum eru um fjögur hundruð manns fylgjandi þótt einhverjir þeirra séu vafalaust þarna fyrir forvitni sakir, til dæmis tveir þekktir gagnkynhneigðir blaðamenn sem eru einnig vinir mínir á Facebook og úti í lífinu. Ég efast um stuðning þeirra við þennan furðufélagsskap.
Ekki veit ég hvað þessum hópum gengur til, en dettur í hug að þeir séu svipaðrar skoðunar og ítrustu hægrimenn í Bandaríkjunum og Evrópu, en þeir mega alveg vita það að þessir skoðanabræður þeirra vilja vissulega losna við transfólk af jörðinni sem fyrst, en síðan kemur röðin að þeim sjálfum, samanber mennina með bleika þríhyrninginn í Þýskalandi nazismans.
Því miður hefi ég ekki meðlimaskrár þessara hópa því ég þarf að taka til á vinalistanum mínum og mér sýnist á orðum þeirra að þeir hati mig eins og pestina og eiga þarafleiðandi ekki að vera á mínum vinalista.
Þetta er nákvæmlega það sem Eldur DeVille eða hvað hann nú heitir og félagar hans í Samtökunum 22 sem og XX-konur eru að boða, hatur, misrétti og fyrirlitning.
Með þessum orðum bið ég þá aðila sem fylgja þessum tveimur hópum að málum, en eru um leið vinir mínir á Facebook, að yfirgefa Facebookvináttuna við mig ef einhver þeirra skyldu hafa álpast þangað inn, því að með stuðningi sínum við þessa hópa eru þeir að lýsa yfir andstöðu við mín baráttumál í gegnum lífið og við mig um leið.
—–
Sumarið 1976 kom ég reglulega til Bandaríkjanna sem oftar á honum Bakkafossi (II) og þegar haft er í huga að við stoppuðum venjulega í allt að fjóra daga í höfn í Portsmouth VA, vorum við gjarnan með bílaleigubíla til taks enda bílarnir ódýrir. Ég tók þátt í þessu og notaði tækifærið og fór iðulega og heimsótti frænku mína sem bjó í litlum bæ í Norður-Carólínu. Næsti bær, samt aðeins stærri heitir Smithfield og þar ríkti á þeim tíma hinn mjög svo hægrisinnaði bæjarstjóri Michael Gardner, bróðir kvikmyndaleikkonunnar Övu Gardner. Við bæjarmörkin var skilti og einhverju sinni þegar ég fór með frænku minni til Smithfield, bað ég hana um að stoppa við skiltið illræmda svo ég næði góðri mynd af því. Hún harðneitaði, þorði því ekki af hræðslu við fasistana, svo ég tók mynd af skiltinu á ferð. Það leikur að sjálfsögðu enginn vafi á því hvaða boðskap þetta skilti boðaði.
Hatur, misrétti og fyrirlitningu.“

- Auglýsing -

Gæti verið mynd af texti

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -