Laugardagur 26. október, 2024
3.4 C
Reykjavik

Anna segist hætt að skilja: „Nú vilja sjálfgræðismenn endurtaka leikinn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kaup Landsbankans á TM er mál málanna í dag og fátt annað rætt á kaffistofum landsmanna. Anna Kristjánsdóttir skrifar um kaupin í nýjustu dagbókarfærslu sinni á Facebook.

Anna Kristjánsdóttir vélstjóri, sem skrifar vinsælar dagbókarfærslur frá Paradís, sem venjulega heitir Tenerife. Í nýjustu færslunni skrifar hún meðal annars um kaup Landsbankans á TM.

„Ég hefi verið að fylgjast með fréttum norðan úr höfum. Landsbankinn blessaður sem við íslenska þjóðin, eigum að mestu leyti, keypti tryggingarfélag, en sjálfgræðingarnir ærðust við kaupin og heimtuðu að þau gengju til baka nema að Landsbankinn okkar allra yrði gefinn einhverjum sjálfgræðingsmönnum og útrásarræningjum.“

Viðurkennir Anna að hún sé hætt að skilja í hlutunum á klakanum.

„Ég er hætt að skilja. Síðast þegar bankarnir voru gefnir sjálfgræðismönnum fór allt á hvínandi kúpuna og fjármálakerfi Íslands hrundi. Nú vilja sjálfgræðismenn endurtaka leikinn, hafa þegar selt einn banka að fullu og annan að hálfu og heimta að aðalbankinn verði seldur sjálfgræðismönnum á gjafverði fyrir þá sök eina að vilja kaupa tryggingarfélag.
Þótt ég sé tilbúin að fyrirgefa misgjörðir annarra, man ég enn eftir Milestone og orðum þáverandi stjórnarformanns sem sagði, „Ég á það, ég má það“ og setti Sjóvá á hausinn. Þar sannaðist hið fornkveðna að einkaframtakið er hvorki hæft til að reka banka né tryggingarfélög.“

Þá segir Anna að það þurfi að setja ströng lög um almenningshlutafélög.

- Auglýsing -

„Höldum fjármálakerfinu að mestum hluta í eigu íslensku þjóðarinnar.
Um leið er ég ekkert á móti því að almenningur eigi hlut í bönkum, tryggingarfélögum eða öðrum fyrirtækjum á markaði. En ég tel að það eigi að gerast innan skynsamlegra marka og tel að það þurfi að setja ströng lög um almenningshlutafélög til að fyrirbyggja að örfáir sjálfgræðismenn og útrásarræningjar nái undirtökunum og keyri allt í þrot eins og gerðist fyrir 15 árum síðan.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -