Anna Kristjánsdóttir rifjar upp þegar hún tók þátt í björgunaraðgerðum þegar gos kom upp í Vestmannaeyjum árið 1973.
Í nýjustu dagbókarfærslu vélstjórans Önnu Kristjánsdóttur, sem hún ritar á Facebook frá Tenerife eða Paradís eins og hún kallar eyjuna, er ástandi í Grindavík henni hugleikið. Segist hún hugsa um gosið í Vestmannaeyjum fyrir hálfri öld en að þá hafi mælitæki verið af slíkum skornum skammti að allt eins benti til þess að gos kæmi upp í Torfajökulssvæðinu. En svo gaus í Vestmannaeyjum. „Þá var ég ung og sæt og tók virkan þátt í björgunaraðgerðum, bæði við móttöku fólks og farangurs sem og að taka þátt í að moka ösku af húsþökum auk þess sem að ég tók þátt í að tæma eitt hús sem ekki tókst að tæma af húsgögnum og heimilisvörum í upphafi gossins.“ Segir Anna að á þeim tíma hafi henni þótt spennandi að taka þátt í björgunaraðgerðunum og gera gagn. „
Nú er sagan að endurtaka sig, því miður.“
Segir Anna að lokum: „Grindvíkingar eiga samúð mína alla og ég vona svo sannarlega að allt fari vel að lokum.“