Fimmtudagur 16. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Annar stór skjálfti í kvöld – Minni skjálftar á annað þúsund

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Annar nokkuð stór jarðskjálfti varð í kvöld rétt hjá Fagradalsfjalli. Fyrr í dag hófst jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga en sá stærsti mældist  4,4. Skjálftinn nú um níuleytið var örlítið minni, 4,3.

Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi vegna þessa. Vakthafandi jarðvísindamanni Veðurstofunnar segir mikið um smáskjálfta einnig.

„Í hádeginu í dag hófst kröftug jarðskjálftahrina með mikilli smáskjálfta virkni rétt norðaustan við Fagradalsfjall skammt norðan við Fagradalshraun. Nú kl. 21 hafa um 1550 jarðskjálftar mælst í hrinunni með sjálfvirku staðsetningarkerfi Veðurstofunnar. Stærstu skjálftar hrinunnar voru 4,4 og 4,3 að stærð kl 16:52 og 20:48. Skjálftarnir eru nú að mælast á um 3-6 km dýpi,“ segir í athugasemd sem birtist nú í kvöld.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -