Annar nokkuð stór jarðskjálfti varð í kvöld rétt hjá Fagradalsfjalli. Fyrr í dag hófst jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga en sá stærsti mældist 4,4. Skjálftinn nú um níuleytið var örlítið minni, 4,3.
Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi vegna þessa. Vakthafandi jarðvísindamanni Veðurstofunnar segir mikið um smáskjálfta einnig.
„Í hádeginu í dag hófst kröftug jarðskjálftahrina með mikilli smáskjálfta virkni rétt norðaustan við Fagradalsfjall skammt norðan við Fagradalshraun. Nú kl. 21 hafa um 1550 jarðskjálftar mælst í hrinunni með sjálfvirku staðsetningarkerfi Veðurstofunnar. Stærstu skjálftar hrinunnar voru 4,4 og 4,3 að stærð kl 16:52 og 20:48. Skjálftarnir eru nú að mælast á um 3-6 km dýpi,“ segir í athugasemd sem birtist nú í kvöld.