Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Annie Mist sökuð um steranotkun: „Orð hafa aðeins kraftinn sem þú gefur þeim“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Annie Mist Þórisdóttir opnaði sig á Instagram í gær um líkamsvirðingu og ásakanir um steranotkun.

Annie segist sjá, eins og allir aðrir, hluti við sjálfa sig sem henni finnst ekki fullkomnir og talar sérstaklega um magann á sér. Hún segist vera með gliðnaða magavöðva sem versnuðu eftir meðgöngu en hún átti dóttur árið 2020.

„Ég fæ ummæli þar sem ég er sökuð um að vera á sterum því maginn á mér stendur út. Einnig er ég spurð hvort ég sé ófrísk á ný og það getur verið sárt,“ skirfar Annie á Instagram og heldur áfram: „Sama hvað sagt er þá læt ég þessi ummæli ekki draga mig niður né fá mig til að vilja fela neitt.“

Annie þakkar þeim fylgjendum sem koma henni til varnar í athugasemdum.

„Orð hafa aðeins kraftinn sem þú gefur þeim. Það er undir þér komið hvort þau hafa áhrif á þig,“ skrifar Annie að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -