Ara Edwald, framkvæmdastjóra Íseyjar útflutnings, hefur verið sagt upp störfum og hefur uppsögnin tekið gildi. Það er stjórn móðurfélagsins Auðhumlu sem tók þessa ákvörðun en þetta kemur fram í bréfi sem stjórnin sendi bændum og öðrum félagsmönnum. RÚV greinir frá.
Ástæða uppsagnarinnar Ara er þáttaka hans „í ósæmilegri kynferðislegri háttsemi gagnvart ungri konu í lok árs 2020.“ Þar er átt við Vítalíu Lazareva sem þeir Arnar Grant, Ari Edwald, Hreggviður Jónsson, Logi Bergmann Eiðsson og Þórður Már Jóhannesson eru þeir allir sakaðir um kynferðislegt áreiti gegn.
Mál Vítalíu hefur vakið gríðarlega athygli eftir að Mannlíf birti frásagnir hennar af samfélagsmiðlun þar sem ofangreindir menn, ásamt líkamsræktarfrömuðnum Arnari Grant, voru sakaðir um kynferðislegt áreiti í hennar garð. Vítalía var í leynilegu ástarsambandi við Arnar sem að hennar sögn nánast falbauð hana vinum sínum. Hún lýsti ferð í sumarbústað þar sem hún og fjórir menn voru nakin í heitum potti og mörk hennar voru ekki virt.
Síðan mál komst í hámæli í fjölmiðlum hefur stórn Auðhumlu fundað stíft og telur stjórnin að ásakanirnir á hendur Arna séu „með þeim hætti að stjórn taldi sér skylt, að vel athuguðu máli, að segja upp ráðningarsamningnum við hann […] með hliðsjón af hagsmunum félagsins, starfsfólks og viðskiptamönnum þess, og ekki síður meintum þolanda.“