Laugardagur 11. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Áramótaterta sprakk framan í tíu ára son Alexöndru: „Plís hendið öllu sprengjudraslinu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Tíu ára sonur Alexöndru Johansen slasaðist á andliti þegar flugeldakaka sem hann hafði fundið úti, sprakk framan í hann. Biðlar hún til fólks að henda „öllu sprengjudraslinu“.

„Elsku mosfellingar…..

Langar að biðja ykkur um að fjarlægja allar sprengjur/tertur eftir ykkur eða það sem að þið sjáið úti.“ Þannig hefst færsla Alexöndru Johansen sem hún birti á íbúasíðu Mosfellsbæjar en færslan hefur vakið gríðarlega athygli og verið dreift víða. Færslan heldur áfram:

„Eins oft og maður biður börnin sín að fikta ekki í þessu að þá gerast slysin því miður.
Strákurinn minn fann ósprengda litla köku úti og ákvað að prófa að kveikja í henni (án þess að fullorðinn vissi af) og hún sprakk strax beint í andlitið á honum sem endaði á að hann fór með sjúkrabíl upp á bráðamóttöku…..

Vildi setja þennan póst því ég óska engu barni að lenda í þessu svo plís hendið öllu sprengjudraslinu sem liggur ennþá úti á víðavangi.“ Með færslunni lét Alexandra fylgja tvær ljósmyndir af syni hennar sem sýna alvarleika slyssins.

Drengurinn hlaut meðal annars slæman skurð fyrir ofan hægra augað.
Ljósmynd: Facebook

Í gær uppfærði Alexandra færslu sína þar sem hún þakkar fyrir öll fallegu skilaboðin sem hún hefur fengið og útskýrir betur meiðsli sonar síns:

„Takk fyrir öll fallegu skilaboðin en þar sem margir hérna þekkja litla guttann okkar og hafa auðvitað miklar áhyggjur af honum að þá vildi ég láta ykkur vita að hann er ekkert smá brattur og er búinn að standa sig eins og hetja. Það hefði getað farið mikið verr! Hann fékk ljótan skurð fyrir ofan augað og þurfti að sauma 9 spor, brunninn í öllu andlitinu en virðist vera að allar háræðar og taugaendar séu í lagi eins og er, hárið öðru megin sviðið af ásamt augabrúnum og augnhárum, mjög bólginn í andliti þannig að hann nær ekki að opna annað augað almennilega. En augun hans verða skoðuð betur því hann sér óskýrt á bólgna auganu og óljóst með þaðEn endilega ræðið þetta við gullin ykkar og brýnið fyrir þeim hættuna sem fylgir þessuÞað er bara kraftaverk að ekki fór mikið verr.“

Mannlíf ræddi við Alexöndru og spurði hana hvernig drengnum vegnar.

Alexandra svaraði: „Það er ennþá smá óvissa með annað augað þar sem það er mikil bólga og ekki hægt að skoða það almennilega og sér hann blörrað en förum aftur í næstu viku þegar bólgan hefur aðeins hjaðnað. En hann er með ljótan skurð rétt fyrir ofan augabrún sem þurfti að sauma og brendur í andlitinu sem var sem mun sem betur fer gróa.“

Að lokum bætti hún við:

- Auglýsing -

„En hann mun ná sér en núna tekur bara við bataferli í einhverjar vikur og krossum bara fingrum með augað.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -