„Elsku mosfellingar…..
Í gær uppfærði Alexandra færslu sína þar sem hún þakkar fyrir öll fallegu skilaboðin sem hún hefur fengið og útskýrir betur meiðsli sonar síns:
Mannlíf ræddi við Alexöndru og spurði hana hvernig drengnum vegnar.
Alexandra svaraði: „Það er ennþá smá óvissa með annað augað þar sem það er mikil bólga og ekki hægt að skoða það almennilega og sér hann blörrað en förum aftur í næstu viku þegar bólgan hefur aðeins hjaðnað. En hann er með ljótan skurð rétt fyrir ofan augabrún sem þurfti að sauma og brendur í andlitinu sem var sem mun sem betur fer gróa.“
Að lokum bætti hún við:
„En hann mun ná sér en núna tekur bara við bataferli í einhverjar vikur og krossum bara fingrum með augað.“