Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Árbæjarkirkja stækkuð: „Allt kapp lagt á að endurheimta huggulega nærsvæðið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nú stendur til að stækka Árbæjarkirkju og er undirbúningur hafinn. Einhverjir íbúar hverfsins hafa lýst yfir áhyggjum að fallegt nærumhverfi muni eyðileggjast.

„Kirkjan var teiknuð um 1970 þá með þeim forsendum sem voru þá hvað varðar starf kirkjunnar. Á þeim tíma voru prestar með skrifstofu heima. Í dag eru allt aðrar forsendur fyrir hendi eins og gefur að skilja 50 árum seinna,“ sagði Þór Hauksson, sóknarprestur í Árbæjarkirkju, við Mannlíf þegar hann spurður út í ástæður þess að stækka eigi kirkjuna.   

„Starfsmönnum við kirkjunar hefur fjölgað. Tveir prestar, djákni, starfsmenn í barna og unglingastarfi, organisti, starfsmenn í öldrunarstarfi. Varlega má áætla að í fullu og hlutastarfi og sjálboðaliðar, meðtalin sóknarnefnd, séu um 30 mánns starfandi við kirkjuna. Starfsaðstaðan var boðleg í árdaga kirkjunnar en er sú sama 50 árum seinna.  Sóknarpresturinn er með starfsaðstöðu í „eldhúsinu“ sem fyrirhugað var að yrði í á efri hæð kirkjunnar. Presturinn er með skrifstofu sem var notuð sem geymsla. Djákninn er með aðstöðu þar sem áður var fatahengi. Organistinn hefur enga aðstöðu fyrir nótur og annað sem tilheyrir starfi hans. Frá 1970 til dagsins í dag hefur orðið mikil breyting á starfi kirkjunnar. Eitthvað er um að vera í kirkjunni alla virka daga vikunar og á tíðum um helgar með börnum, ungmennum og öldruðum.“

Kirkjan er á tveimur hæðum og er neðri hæðin að mestu notuð sem safnaðarsalur. Einnig hafa prestur og djákni aðsetur þar og reynast starfsaðstæður þeirra erfiðar þegar erfisdrykkja er á virkum dögum. Þá er aðgengið milli hæða eingöngu í hringstiga sem gerir hreyfihömluðum og öldruðum erfitt að komast á milli. Aðstaðan þyki hreinlega ekki boðleg lengur og mun kirkjan vera stækkuð um 400fm.

„Stefnt er að því að ljúka sem fyrst framkvæmdum ytra og rask verði lágmarkað eftir bestu getu. Um er að ræða forsteyptar veggeiningar til að rask verði sem minnst á nærumhverfi kirkjunnar. Einingarnar verða settar upp og beinu framhaldi af því verða „sárin“ lagfærð og trjám plantað fyrir þau sem felld hafa verið. Hvað innra rýmið varðar áætlum við að ljúka eftir því sem fjármagn fæst en aðaláhersla er lögð á að nærumhverfið komist í lag sem fyrst eftir því sem aðstæður leyfa eins og veðurfar og annað. Skiljanlega hafa einhverjir áhyggjur af nærsvæði kirkjunnar. Það verður allt kapp lagt á að endurheimta huggulega nærsvæðið sem allra fyrst og bæta í frekar heldur,“ sagði Þór um hvenær stæði til að framkvæmdum yrði lokið og hvort að fólk þyrfti hafa áhyggjur af umhverfi kirkjunnar.

Nýja rýmið muni þá bæta þjónustu kirkjunar með stærri safnaðarsal og aðgengi og starfsaðstöðu kirkjugesta og starfsfólks. Þá verði sett upp lyfta og tröppur til að bæta aðgengi milli hæða.

- Auglýsing -

„Varlega má áætla að yfir veturinn komi á virkum dögum og helgar vel á annað þúsund manns í kirkjuna. Þau sem sækja guðsþjónustur, almennt safnaðarstarf, barna, unglinga, foreldramorgna, öldrunarstarf, ýmis námskeið, frjáls félagasamtök sem áður er nefnd, kórar og annað tilfallandi eins og útfarir, skírnir, hjónavíglsur, manneskjur sem leita sálusorgunar,“ sagði Þór um hvernig aðsókn í Árbæjarkirkju væri. Árbærinn, sem er eitt fjölmennsta hverfi borgarinnar, er aðeins með eina kirkju en það þykir óvenjulegt miðað við þann fjölda sem býr í hverfinu.

Vissulega er aðsóknin árstíðarbundin má nefna í desembermánuði einum samkvæmt tölum okkar eru hátt á fimmta þúsund manns sem sækja kirkjuna vegna ýmissa athafna hvort heldur kirkjustarf eða annað það sem boðið er uppá í kirkjunni. Það er löngu ljóst að kirkjan hefur fyrir löngu síðan sprengt utan af sér alla þá starfsemi sem í boði er. Hugmyndin að stækkun hefur verið að gerjast í mörg mörg ár og löngu aðkallandi. Aðhald í rekstri kirkjunnar er til fyrirmyndar eða eins og lagt var af stað í upphafi í byrjun áttunda áratugarins að ekki var rekin nagli í spýtu  nema eiga fyrir naglanum og spýtunni að ekki sé talað um þá fjölmörgu sem lögðu til hendur og fætur við uppbyggingu kirkjuhússins.  Það var þá og enn í dag eru fjölmargir sem hafa lagt við dag og nótt við undirbúning stækkunar fjölrýmis við kirkjuna.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -