Argentína steikhús á Barónsstíg 11A var um árabil einn vinsælasti veitingastaður landsins, þar til landskunnur athafnamaður eignaðist það og keyrði í gjaldþrot.
Nú er möguleiki á að veitingastaðurinn verði að íbúðum, en fyrirtækið Drangáll ehf, hefur sótt um leyfi til byggingafulltrúans í Reykjavík að breyta húsnæðinu í atvinnu – og íbúðarhúsnæði og hækka um tvær hæðir.
„Sótt um notkunarbr. úr veitingahúsi í atvinnu- og íbúðarhúsn. Hús verði skráð 11A. Ósk um leyfi til að hækka íbúðarhús um 2 hæðir – í tvær íbúðir. Einnig er sótt um að hækka hús nr. 11B um tvær hæðir, úr tveimur hæðum í þrjár hæðir og ris, sameina mhl.01 (hús nr. 11A) og mhl.02 (hús nr. 11B) og skrá húsnæðið sem Barónsstíg 11A á lóð nr. 11A við Barónsstíg. Frestað. Vísað til athugasemda.“
Hjónin Júlíus Þorfinnsson, framkvæmdastjóri Stoða, og Þórunn Ásdís Óskarsdóttir eiga Drangál ehf.