Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Ari Eldjárn er kominn í langþráð frí: „Rosalega mikil keyrsla og mikið fjör og margar sýningar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ari Eldjárn Þórarinsson á afmæli í dag en er þetta í fertugasta og fyrsta skipti sem hann á afmæli á lífsleiðinni.

Ari, sem að marga mati er einn fyndnasti núlifandi Íslendingurinn, sló í gegn með grínhópnum Mið Ísland sem bæði skemmti landanum á uppistandssýningum og gerðu þætti undir sama nafni árið 2012. Þá hefur Ari tekið þátt í að skrifa Áramótaskaupið nokkrum sinnum. Undanfarin ár hefur hann gert það mjög gott sem uppistandari en Pardon My Icelandic uppistand hans var sýnt á Netflix og fékk það frábærar viðtökur. Aukreitis hefur hann ferðast með uppistand sitt til Ástralíu og Finnlands og komið fram á Fringe hátíðinni í Edinborg með Eagle Fire Iron uppistandið sitt.

Mannlíf heyrði í Ara hljóðið í tilefni afmælisins og spurði hvort og þá hvernig hann ætlaði að halda upp á daginn.

„Honum verður fagnað í faðmi fjölskyldunnar í blíðunni.“

Ari sagði blaðamanni svo að það væri eiginlega ekkert að frétta af honum: „Þetta er minnst planaði afmælisdagur sem ég hef átt og ég er bara að fílaða. Þetta er 41 árs afmæli þannig að það er nákvæmlega engin pressa.“

En er eitthvað framundan hjá Ara á haustmánuðum?

- Auglýsing -

„Nei, bara Áramótaskopið í desember. Ég er nýkominn í frí. Ég var allan ágúst í Edinborg. Það var rosalega mikil keyrsla og mikið fjör og margar sýningar og nú er total downtime.“

Mannlíf óskar Ara innilega til hamingju með afmælið!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -