Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Aríel flutti ungur til Rússlands: „Það höfðu það allir jafn skítt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gestur Sjóarans á dögunum er maður sem hefur farið víða, þrátt fyrir ungan aldur. Aríel Pétursson er sjóliðsforingi danska flotans, hefur starfað á togurum og er formaður Sjómannadagsráðs Reykjavíkur.

Þegar Aríel var ungur maður langaði hann að fara út sem skiptinemi eins og svo margir en að lokum varð Rússland fyrir valinu. „Þegar ég fór að skoða hvaða lönd væru í boði þá veit ég ekki hvað togaði í mig til Rússlands. Þetta var náttúrulega mjög framandi. Það var kannski ekki landið per se, sem að heillaði mig en það er kúltúrinn eða gamli kúltúrinn en ég las sérstaklega mikið á þessum árum. Það eru þá skáldverkin sem rituð eru fyrir byltinguna 1917. Og svo tónlistin líka, mikill aðdáandi Tjajkovskij og hans óperuverka sérstaklega. Það var það sem kannski togaði mig helst til Rússlands. Og náttúrulega þetta kýrillíska stafrófið og tungumálið sem er svona ágætis lykill að öðrum Austur-evrópskum málum, fannst mér á sínum tíma en svo hef ég lært það á eigin skinni að það er ekkert auðvelt að læra pólsku eða einhver önnur mál út frá þessu.“

Reynir spurði Aríel hvort hann væri altalandi á rússnesku.

„Já, það mætti segja það. Það kemur nú fljótt í ljós að ég er útlendingur en ég get átt alveg ágætis samræður á rússnesku, það vantar ekki og lesið og skrifað.“

En þykir Aríel vænt um Rússland?

„Já, mér þykir vænt um þetta land að mörgu leiti. En auðvitað hafa verið hræðilegir hlutir í gangi niðri í Úkraínu og Krímskaga og Rússland er í eðli sínu svona, hvað á maður að segja? Sækið land. Því þeir eru alltaf í einhverju brölti til að reyna að útvíkka sig og sína hagsmuni.“

- Auglýsing -

Reynir kom á þessum tímapunkti með nokkuð góða spurningu: „Skilurðu sjónarhól Rússa í þessu stríði, frá sjónarhóli Putins og hans? Skilurðu af hverju þeir gera þetta og kalla yfir sig þessa miklu reiði umheimsins?“

Aríel: „Nú erum við komnir út á jarðsprengjusvæði að maður sympatíseri með einhverjum stríðsherrum en eðlilega verður maður að setja sig í spor þeirra sem standa í öryggismálabrölti á hvorn veginn sem er. En þetta er flókin og leiðinleg deila en fyrst og fremst ber að virða sjálfstæði fullvalda þjóða.“

Aríel bjó eitt ár í Rússlandi en Reynir spurði hann hvort hann hefði upplifað skort þar.

- Auglýsing -

„Já, já, það höfðu það allir jafn skítt,“ svaraði Aríel og hló og bætti við: „Það verður ekkert af kommúnismanum tekið. Arfleifð hans var þar allt umlykjandi, þó þetta hafi verið áratugi eftir fall Sovíetríkjanna. Á þessum tíma þegar ég er þarna þá var það þannig að einhverjir örfáir áttu allan auð í heiminum en meira og minna allur almenningur hafði það ansi skítt.“

Hægt er að hlusta á fyrri hluta viðtalsins með því að smella hér. Seinni hlutinn er svo væntanlegur á miðvikudaginn. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -