Arion banki lækkaði óverðtryggða fasta þriggja ára íbúðalánavexti en þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Vextirnir voru lækkaðir um 0,15% og eru þeir því orðnir 9,45% en aðrir útlánavextir haldast óbreyttir. Auk þess hækka verðtryggðir vextir framtíðarreikninga um 0,6% og verðtryggðir vextir orlofsreikninga um 0,15%.
Þá kemur fram að vaxtabreytinar útlána taki meðal annars mið af fjármögnunarkostnaði og útlánaáhættu að hverju sinni. Fjármögnunarkostnaður Arion fylgia ð hluta stýrivöxtum Seðlabankans en auk þess hafa aðrir þættir mikil áhrif, til dæmis markaðsfjármögnun, innlán viðskiptavina og fleira.