Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Arna Danks opnar sig um trans ferlið: „Eft­ir átta daga í hel­víti fékk ég skoðun“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikkonan Arna Magnea Danks hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum fyrir baráttu sína fyrir réttindum trans fólks en vegferð hennar hefur verið fullt af erfiðleikum. Arna fæddist árið 1970 í líkama drengs en áttaði sig fljótt á því að hún væri í raun kona. Í viðtali við mbl.is ræðir Arna meðal annars fordóma lögreglumanna í Bretlandi eftir að henni var nauðgað og trans ferlið sem hún gekk í gegnum.

„Ég var búin að vera hjá sál­fræðingi, af og til, frá ár­inu 2012 til að vinna úr áfall­a­streit­unni og það var hann sem hjálpaði mér að horf­ast í augu við sjálfa mig. Eft­ir það gekk þetta til­tölu­lega hratt fyr­ir sig, ég byrjaði á horm­ón­um vorið 2018 og komst í leiðrétt­ing­araðgerð tæp­um tveim­ur árum seinna. Aðgerðin var fram­kvæmd á Íslandi en það komu strax upp mik­il vanda­mál, mikl­ir verk­ir fylgdu sem og blæðing­ar. Sá sem skar mig upp var verktaki og var eft­ir­fylgnin því varla nokk­ur. Eft­ir átta daga í hel­víti fékk ég skoðun og þá kom í ljós að ég var kom­in með drep inni í leggöng­un­um og væri mjög hætt kom­in. Það þurfti að skafa allt út og loka leggöng­un­um. Þetta var stöðug bar­átta, bæði and­leg og lík­am­leg, næstu mánuði á eft­ir. Ég fékk sortuæxli í eyrað árið 2022 og skurðlækn­ir­inn, sem fjar­lægði það, bauðst til að hjálpa mér. Með hans hjálp fann ég sér­fræðing og gekkst und­ir aðgerð sem kall­ast Per­it­oneal pull-through. Sú aðgerð hafði aldrei verið fram­kvæmd í Evr­ópu, ég er fyrsta og eina kon­an í Evr­ópu sem hef geng­ist und­ir þessa aðgerð,“ sagði Arna í viðtalinu.

Mætti fordómum hjá lögreglu

Arna segir einnig frá því að þegar hún bjó í Bretlandi hafi henni verið nauðgað af fyrrverandi samstarfsmanni sem fékk að gista í íbúð hennar eftir veislu. Arna reyndi að kæra málið hjá lögreglunni en mætti miklum fordómum. „Th­ere’s no po­int for people like you to press char­ges, you’re always on your knees anyways,“ hefur Arna eftir lögreglumanni í Bretlandi.

Þá leikur Arna aðalhlutverkið í myndinni Ljósvíkingar sem kemur í kvikmyndahús í september en hún er eina leiklistalærða trans konan á Íslandi. Myndin fjallar um æskuvinina Hjalta og Björn sem reka fiskveitingastað í sínum heimabæ yfir sumartímann. Þá dreymir um að geta haft opið allt árið um kring og þegar óvænt tækifæri þess efnis bankar upp á, tilkynnir Björn vini sínum að hún sé trans kona og muni framvegis heita Birna.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -