Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Arna Jónsdóttir vill leiða Samfylkinguna í Norðvesturkjördæmi: „Nú er kominn tími á breytingar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar gefur kost á sér til að leiða lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum í lok nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá henni.

Arna tók við starfi bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar sumarið 2022 en hún hefur einnig setið nokkrum sinnum sem varaþingmaður fyrir Samfylkinguna. Í tilkynningunni segir meðal annars: „Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til að leiða lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Ég hef verið lengi virk í Samfylkingu og verið hluti af forystu flokksins síðustu ár. Saman höfum við breytt Samfylkingunni og fært hana nær fólkinu í landinu. En nú er kominn tími á breytingar við stjórn landsins. Við erum til þjónustu reiðubúin, fáum við til þess traust hjá þjóðinni, og ég vil mitt af mörkum á Alþingi.“

Segist Arna vera sannfærð um að reynsla hennar af sveitarstjórnarmálum muni koma sér vel á þingi.

„Ég er sannfærð um að löng reynsla mín af sveitarstjórnarmálum yrði afar gagnleg á vettvangi landsmálanna – en ég bý einnig yfir mikilli reynslu úr atvinnulífinu og af nýsköpunarmálum. Norðvesturkjördæmi þarf á öflugum talsmanni að halda sem þekkir vel til kjördæmisins og innviða þess. Við stöndum frammi fyrir fjölmörgum áskorunum og fólk gerir kröfu um árangur.“

Þá segist hún ætla að leggja sig alla fram og að hún vonist eftir stuðningi.

„Ég mun leggja mig alla fram ásamt öflugri Samfylkingu. Við eru með skýrt plan og höfum einbeittan vilja til verklegra framkvæmda, sem ekki er vanþörf á. Vonandi fæ ég ykkar stuðning til góðra verka!“

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -