Föstudagur 25. október, 2024
6.9 C
Reykjavik

Arna segir hatur á transfólki heimskulegt: „Það velur engin að vera trans“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Arna Danks, baráttukona, birti í dag einlægan og kröftugan pistil um stöðu trans fólks á Íslandi.

Í pistli sem baráttukonan birti fyrr í dag snertir hún á ýmsum málefnum sem snúa að hinsegin málefnum og því bakslagi sem hefur orðið í þeim málaflokki. Þá tekur hún fyrir upplýsingaóreiðu sem hefur grasserað undanfarnar vikur varðandi kynfræðslu og hinsegin fræðslu í skólum, að ofbeldi birtist á marga vegu og mýtur um transfólk.

„Ofbeldi birtist á marga vegu og aðeins ein birtingarmynd þess er sú sem við urðum vitni að þegar ráðist var á hinsegin einstakling sem var að koma af sam-norrænni ráðstefnu um hvernig skuli bregðast við því bakslagi sem átt hefur sér stað í mannréttindabaráttu hinsegin fólks.

Önnur birtingarmynd ofbeldis er sú þegar einstaklingum og/eða hópum er hótað ofbeldi óbeint í pistla skrifum og á samfélagsmiðlum, bæði í ræðu og riti, á þann hátt að þeim er kennt um það líkamlega ofbeldi sem hefur átt sér stað vegna þess að þau voru of hávær, of sýnileg, kröfðust of mikils og voru ekki tilbúin að sætta sig við það að vera þriðja flokks borgarar, með þriðja flokks réttindi og ekki á neinn hátt fullir þátttakendur í hefðbundnu leik og starfi. T.d. með því að banna þátttöku trans fólks í keppnisíþróttum og gera trans fólki erfiðara fyrir að stunda líkamsrækt, dans og sund, vegna gegndarlausa og virkilega ljóta ummæla um að trans fólk sé ógn við aðra,“ sagði leikkonan í pistlinum sem birtist á Vísi fyrr í dag.

„Staðreyndin er sú að það velur engin að vera trans, við erum fædd svona og allar fullyrðingar um að við veljum að vera trans eru vægast sagt heimskulegar. Af hverju ættum við að velja að vera hluti af einum jaðarsettasta minnihlutahóp jarðarinnar? Af hverju ættum við að velja líf þar sem við búum við ógn og áreiti alla daga? Svarið er einfaldlega, svo ég endurteki mig svo allt álhatta samfélagið skilji hvað ég er að segja, við völdum aldrei neitt, við erum gerð svona af náttúrunnar hendi og öll orðræða sem snýst að því að gera tilvist okkar tortryggilega og að reyna að koma í veg fyrir lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu trans fólks, er ekkert annað en hatur!

Við höfum alltaf verið til og munum halda áfram að fæðast og vera til, alveg eins og þegar reynt var að útrýma rauðhærðum eða örvhentum, það er ekki hægt að útrýma því sem er meðfædd,“ hélt hún áfram og sagði að það væri rökleysa að það muni fjölga í hópi þeirra sem sjá eftir að hafa farið í kynstaðfestandi ferli.

- Auglýsing -

Ég óska þó þessu haturs blinda fólki einskis nema styrk og visku í baráttu þess við því tráma sem það hefur svo greinilega á sálinni og mæli með að þau gangist við lífinu eins og það raunverulega er, sættist við sjálft sig og aðra og viðurkenni að það að lifa lífinu í baráttu gegn mannréttindum, er ekki vænleg leið til að líða betur eða að ná raunverulegum bata.“

Hægt er að lesa allan pistilinn á Vísi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -