„Ég hef verið að skrifa um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Morgunblaðið í áratugi. Reit t.d. opnugrein um fatatízkustrauma í keppninni eitt sinn, geri aðrir betur!“ Með þessum orðum hefst Facebook-færslua Arnars Eggerts Thoroddsen tónlistarfræðings sem lengi hefur frætt landann um tónlist í allri sinni mynd. Segist hann í færslunni vera afar fylgjandi Eurovision keppninni enda sé „poppfræðilega mikilvægið“ algjört í hans huga.
Arnar Eggert segist hins vegar hafa sagt sig frá öllum skrifum um Eurovision árið 2019.
Að lokum segir Arnar Eggert að ástæðurnar fyrir sniðgöngu sinni í ár blasa við. „Ég þarf ekki að fara í saumana á ástæðunum, þær blasa við. Fyrst og fremst hef ég einfaldlega ekki lyst á að koma nálægt þessu og fæ kvíðahnúta fremur en fiðrildi í magann þegar ég hugsa til Eurovision. Hildarleikurinn og sturlunin á Gaza blasir við öllum sem vilja sjá og skilja og að ætla að stíga gleðidans með fulltrúum þess ríkis sem að honum stendur gengur engan veginn upp í mínum huga.