Einkaþjálfarinn Arnar Grant, sem síðustu misseri hefur meira verið í sviðsljósinu fyrir meinta fjárhúgunartilraun og stormasamt ástarsamband við Vítalíu Lazarevu, hefur sett sér það markmið að vera eldhress og heill á sál og líkama þegar hann nær áttræðisaldri.
Þeir Þórður Már Jóhannesson, Ari Edwald og Hreggviður Jónsson kærðu þau Arnar og Vítalíu fyrir tilraun til fjárdráttar, hótanir og brot á friðhelgi einkalífsins. Þremenningarnir saka þau um að hafa reynt að kúga út úr þeim 150 milljónir króna, gegn því að Vítalía félli frá því að kæra þá fyrir meint kynferðisbrot.
Sjá einnig: Arnar Grant segir marga leita til sín og biðja um ráð: „Förum vel með okkur“
Vítalía steig fram í janúar síðastliðnum þar sem hún lýsti því að mennirnir þrír hefðu brotið á henni kynferðislega í sumarbústaðarferð í desember árið 2020. Þar var hún stödd ásamt Arnari Grant, en þau áttu þá í ástarsambandi. Arnar hefur fullyrt opinberla að hann stæði með Vítalíu í málinu og myndi bera vitni ef til þess kæmi að málið færi fyrir dómstóla.
„En hver eru markmiðin og hvað viltu fá út úr þessu „verkefni“? Stóra markmiðið mitt er að vera eldhress 80 ára og heill á sál og líkama. Síðan er ég með smærri markmið sem fara eftir því hvort ég vilji þyngjast, grennast, auka vöðvamassa eða auka þol. Það fer yfirleitt eftir hvernig mér líður og líkaminn minn segir mér til. Já, líkaminn talar til mín. Við eigum að hlusta á líkamann okkar – við eigum bara einn,“ segir Arnar í færslu á Facebook og heldur áfram: