Mánudagur 18. nóvember, 2024
-4 C
Reykjavik

Arnar Grant ber sig vel: „Já, líkaminn talar til mín“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einkaþjálfarinn Arnar Grant, sem síðustu misseri hefur meira verið í sviðsljósinu fyrir  meinta  fjárhúgunartilraun og stormasamt ástarsamband við Vítalíu Lazarevu, hefur sett sér það markmið að vera eldhress og heill á sál og líkama þegar hann nær áttræðisaldri.

Þeir Þórður Már Jóhannesson, Ari Edwald og Hreggviður Jónsson kærðu þau Arnar og Vítalíu fyrir tilraun til fjárdráttar, hótanir og brot á friðhelgi einkalífsins. Þremenningarnir saka þau um að hafa reynt að kúga út úr þeim 150 milljónir króna, gegn því að Vítalía félli frá því að kæra þá fyrir meint kynferðisbrot.

Sjá einnig: Arnar Grant segir marga leita til sín og biðja um ráð: „Förum vel með okkur“

Vítalía steig fram í janúar síðastliðnum þar sem hún lýsti því að mennirnir þrír hefðu brotið á henni kynferðislega í sumarbústaðarferð í desember árið 2020. Þar var hún stödd ásamt Arnari Grant, en þau áttu þá í ástarsambandi. Arnar hefur fullyrt opinberla að hann stæði með Vítalíu í málinu og myndi bera vitni ef til þess kæmi að málið færi fyrir dómstóla.

Arnar segir að það geti reynst mörgum erfitt verkefni að bæta heilsu sína og líkamsástand. Hann segir að fyrstu hugsunin hjá Íslendingum sé iðulega að kaupa sér kort í ræktina.

En hver eru markmiðin og hvað viltu fá út úr þessu „verkefni“? Stóra markmiðið mitt er að vera eldhress 80 ára og heill á sál og líkama. Síðan er ég með smærri markmið sem fara eftir því hvort ég vilji þyngjast, grennast, auka vöðvamassa eða auka þol. Það fer yfirleitt eftir hvernig mér líður og líkaminn minn segir mér til. Já, líkaminn talar til mín. Við eigum að hlusta á líkamann okkar – við eigum bara einn,“ segir Arnar í færslu á Facebook og heldur áfram: 

„Áður en við ákveðum hvaða aðferð við notum til að viðhalda okkur þurfum við að setja okkur markmið. Að kaupa sér kort í ræktina er ekkert endilega besta aðferðin að settu markmiði. Jú til að auka vöðvamassa, klárlega. En annað gætir þú auðveldlega gert heima eða úti í náttúrunni og sparað þér fjárútlátin. Ágæt byrjun er að leita ráða hjá einkaþjálfara eða öðrum fagaðila. Á endanum gæti það sparað þér sporin og meira til..“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -