Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-6.2 C
Reykjavik

Arnar líklegastur til verða næsti landsliðsþjálfari

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu bíða spenntir eftir fréttum um hver verður næsti landsliðsþjálfari en þrír einstaklingar voru boðaðir í viðtöl. Vitað er til þess að Freyr Alexandersson og Arnar Gunnlaugsson voru boðaðir í viðtal og þá er talið líklegt að Per Mathias Högmo hafi fengið boð en hann hefur þjálfað stórlið á Norðurlöndunum og norska landsliðið.

Freyr þótti líklegastur til að taka við starfinu en nú stefnir allt í þjálfarinn taki við norska liðinu Brann. Liðið lenti í 2. sæti í norsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Þá hefur Per Mathias Högmo verið ráðinn sem þjálfari Molde í Noregi og kemur því ekki lengur til greina sem landsliðsþjálfari Íslands.

Það þýðir þá að Arnar er líklegasti kosturinn nema eitthvað breytist en hann er þjálfari Víkings og náð frábærum árangri með liðið bæði á Íslandi og í evrópukeppnum. Þó hafa sumir sett spurningarmerki við hvort æskilegt sé að ráða þjálfara sem missir jafn oft stjórn á skapi sínu og Arnar en hann hefur ítrekað gert í starfi sínu sem þjálfari.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -