Afmælisbarn dagsins er hinn ástsæli og harðduglegi stórleikari með silkiröddina, Arnar Jónsson.
Er hann 79 ára í dag.
Arnar hefur leikið í fjölmörgum leikritum, sjónvarpsþáttum og kvikmyndum á ferli sínum og hefur því verið haldið fram að enginn hafi leikið jafn oft aðalhlutverk á sviði og Arnar.
Hann lék meðal annars í leikritum á borð við Lér konungur, Pétur Gautur, Sjálfstætt fólk og Veislan.
Meðal þekktra þátta og kvikmynda sem Arnar hefur leiki í má nefna Fastir liðir eins og venjulega, Vaktarseríurnar, Ófærð, Útlaginn, Mávahlátur og Fúsi.
Arnar er giftur leikstjóranum Þórhildi Þorleifsdóttur en þau voru fyrir tveimur árum í viðtali á Rúv.
Þegar talið barst að hæfileikum Þórhildar sem leikstjóri var Arnar ekki spar á hrósið. Sagði hann konu sína magnaðan leikstjóra sem hafi knúið hann til að fara alla leið í túlkun sinni, „lengra en maður vill fara sjálfur.
Maður vill ekki fara yfir sársaukamörkin og oft og tíðum þarftu að bera þig þannig að ef þetta á að nást og þú ætlar að hafa áhrif á þá sem horfa verður þú að fara lengra. Til að ná þeirri dýpt í verkinu sem það býður upp á,“ segir hann. „Þá er ekki ónýtt að hafa slíkan leikstjóra.“