Arnar Þór Viðarsson, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, viðurkennir loks að hafa tekið þátt í þeirri ákvörðun að reka góðvin sinn og aðstoðarþjálfara, Eið Smára Gudjohnsen. Hann segir ákvörðunina hafa verið rétta, nauðsynlega og þungbæra.
Fram til þessa hefur Arnar ekki tjáð sig um brottreksturinn, ekkert frekar en formaður KSÍ, Vanda Sigurgeirsdóttir, sem hefur skýlt sig bakvið trúnað um persónuleg málefni Eiðs. Arnar landsliðsþjálfari hefur nú viðurkennt að hann tók þátt í ákvörðuninni um uppsögnina.
Sjá einnig: Svona var atburðarrásin þegar Eiður Smári var rekinn
Sjá einnig: Eiður Smári hættur með landsliðið: „Síðasta ár hefur verið mjög krefjandi“
„Ég vona að tíminn leiði í ljós að þetta hafi verið rétt ákvörðun – fyrir landsliðið, sem er mikilvægast, fyrir Eið Smára sjálfan og fyrir mig. Þetta er þungbær ákvörðun þegar maður er að vinna með vini sínum. Þá vill maður honum allt hið besta. En í fótboltanum þarf að vera hægt að aðskilja hið persónulega og vinnuna.“