Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Arnar reiður Seglagerðinni: „Byrjaði að rífast og segja að seglið hans væri ódauðlegt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Arnar Hólm Ingvarsson segir farir sínar ekki sléttar eftir viðskipti við Seglagerðina. Hann segir að þar hafi hann fengið með lélegri þjónustum sem hann hafi nokkurn tíma upplifað.
„Versla segl ætlað svalalokun frá Seglagerðinni og borga fyrir það 34 þúsund krónur. Tæpum einum og hálfum mánuði seinna eru byrjaðar að koma saumsprettur á mjög mörgum stöðum þannig að ég leita til þeirra, því mér fannst þetta ekki boðlegt fyrir svona stuttan tíma í notkun.“
Arnar segir að starfsfólk verslunarinnar hafi beðið um að fá að sjá seglið, svo kærasta hans hafi farið í verslunina með það.
„Hún mætir miðaldra karlmanni sem er uppfullur af hroka og kjaft sem byrjaði strax að rífast við hana og segja að uppsetningin væri eflaust léleg og seglið hans væri ódauðlegt. Kannski í aðeins öðrum orðum en bottomline gert með mjög miklum leiðindum þar sem hún bað hann að hringja beint í mig og ræða þetta.“
Eftir þetta segist Arnar hafa hringt í starfsmanninn og þurft að standa í 30 mínútna rökræðum við hann. Starfsmaðurin hafi sagt að seglin hans væru gerð af mikilli fagmennsku og að þetta væri einfaldlega Arnari sjálfum að kenna.
Þetta segir Arnar að starfmaðurinn hafi fullyrt án þess að hafa séð uppsetninguna á seglinu.
„Eftir þetta færi ég þetta í e-mail því ég nennti ekki lengur að rökræða um segl við manneskju með enga þjónustulund. Hef ekki fengið svar núna í að verða mánuð og hann heldur ennþá í seglið mitt og sýnir engan vilja til að finna lausn í þessu máli,“ segir Arnar.
Meðfylgjandi eru myndir Arnars af seglinu, birtar með góðfúslegu leyfi hans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -