Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Arnar rekinn – Varð eftir í Skotlandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Knattspyrnuþjálfarinn Arnar Grétarsson var rekinn úr starfi þjálfara karlaliðs Vals seint í gærkvöldi eftir að liðið tapaði illa fyrir hinu skoska St. Mirren í Sambandsdeildinni.

Ekki nóg með það þá var um leið tilkynnt að Srdjan Tufegdzic, yfirleitt kallaður Túfa, hafi verið ráðinn þjálfari liðsins til næstu þriggja ára en snögg ráðning hans gefur til að kynna að brottreksturs Arnars hafi legið í loftinu um nokkurt skeið. Túfa er reynslumikill þjálfari bæði á Íslandi og erlendis en hann þjálfaði liðin Öster og Skövde fyrir ekki svo löngu síðan.

Arnar leitar sér því að nýrri vinnu en líklegt verður að teljast að hann verði ekki lengi atvinnulaus en Arnar hefur náð góðum árangri sem þjálfari þrátt fyrir að gengi Vals í ár hafi ekki staðið undir væntingum stjórnarmanna Vals. Félagið er sem stendur í þriðja sæti í efstu deild karla og er átta stigum frá toppsætinu eftir 15 umferðir.

Þá vekur DV athygli á því að Arnar hafi ekki ferðast með liðinu heim heldur orðið eftir í Skotlandi með fjölskyldu sinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -