Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Arnar Þór kærir skopmynd Vísis: „Framsetningin er hlutdræg og meiðandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi er allt annað en sáttur með mynd sem Halldór Baldursson teiknari birti fyrr í dag á Vísi og hefur tekið þá ákvörðun að kæra Halldór til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands.

Arnar Þór sem er sjálfur fyrrverandi héraðsdómari telur að ýjað sé að því að hann sé nasisti í myndinni sem Halldór teiknaði en alls eru sjö forsetaframbjóðendur á myndinni og er t.d. Jón Gnarr klæddur sem trúður og Ásdís Rán í bikiní með kanínueyru. Arnar greinir frá þessari ákvörðun samfélagsmiðlinum Facebook.

„Í dag birtist á forsíðu Vísis mynd eftir Halldór Baldursson sem brýtur gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands. Þessa myndbirtingu hef ég kært til siðanefndar félagsins og krafist þess að málið verði tekið til skjótrar meðferðar. Á myndinni er undirrituðum stillt upp í búningi sem augljóslega er ætlað að líta út fyrir að vera búningur alræðissinna. Þessi framsetning er hvorki málefnaleg né fyndin, heldur meiðandi og ómálefnaleg. Undirritaður hefur á síðustu árum ritað tugi greina í blöð og tímarit, samtals ca. 1400 bls. Ekkert í því efni réttlætir þá framsetningu sem sjá má á umræddri mynd Halldórs Baldurssonar. Undirritaður hefur flutt fjölda fyrirlestra og erinda á almennum vettvangi, haldið úti bloggsíðu, flutt útvarpsávörp, mætti í tugi viðtala o.fl. Þar er heldur ekkert sem gefur Halldóri né Vísi lögmætt tilefni til að setja persónu mína í það samhengi sem þarna getur að líta. Sá búningur sem hér um ræðir er táknmynd alls þess sem ég hef talað gegn, þ.e. valdboðs, stjórnlyndis, ofríkis, kúgunar, mannfyrirlitningar, stjórnlyndis og alræðis. Ég er málsvari klassísks frjálslyndis, frjálsræðis, einstaklingsfrelsis, lýðræðis, mannúðar, manngæsku, mannréttinda og valddreifingar. Framsetning Halldórs og Vísis er gróf aðför að mannorði mínu og þess er krafist að bæði teiknarinn og fjölmiðillinn verði áminntir fyrir brot, rangfærslur leiðréttar, umrædd mynd fjarlægð og ég beðinn afsökunar, bæði formlega og skriflega,“ skrifar dómarinn fyrrverandi.

„Framsetningin er bæði óheiðarleg og ósanngjörn. Hefði Halldór skrifað þetta og vísir birt aðdróttanir þess efnis að undirritaður væri nasisti / fasisti, þá félli það væntanlega undir skilgreiningu á hatursorðræðu, þar sem alið væri andúð og fordómum gegn mér. Framsetningin er hlutdræg og meiðandi. Myndin kristallar ófagleg vinnubrögð og brýtur gegn skyldum blaðamanna með því að grafa undan lýðræðislegri tjáningu og afbaka málefnalega umræðu. Framsetningin brýtur gegn skyldum blaðamanna gagnvart almenningi sem á rétt á að fá sannar upplýsingar settar fram á sanngjarnan og heiðarlegan hátt. Framsetningin hefur ekki sannleikann að leiðarljósi, brenglar staðreyndir og felur í sér órökstuddar ásakanir. Blaðamaður og fjölmiðillinn hafa ekki gætt að þeirri skyldu sinni að byggja framsetningu sína á áreiðanlegum upplýsingum. Framsetningin styðst ekki við neitt sem kalla mætti hlutlægni. Þegar þetta er ritað hefur Blaðamannafélagið staðfest móttöku á kæru minni,“ skrifar hann að lokum

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -