Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Árneshreppur – Paradís á hjara veraldar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árneshreppur er eitt fámennasta og afskekktasta sveitarfélag á Íslandi. Sveitin er útvörður Stranda og íbúar eru nú 43 talsins. Hreppamörk Árneshrepps eru í norðri við Geirólfsgnúp sem einnig eru sýslumörk Strandasýslu og Norður-Ísafjarðarsýslu. Að sunnan eru hreppamörkin við svokallaðan Spena sem skilur á milli Árneshrepps og Kaldrananeshrepps.  

Einstaklingar hafa byggt upp ferðaþjónustufyrirtæki, söfn og sýningar og stofnað ný fyrirtæki í ferðaþjónustu, bæði hvað varðar afþreyingu og aukið gistirými. Sundlaugin í Krossnesi gekk í gegnum miklar endurbætur sem Ungmennafélagið Leifur heppni stóð fyrir, en ungmennafélagið byggðir laugina í Krossnesi árið 1954 með hjálp sjálfboðaliða.

Krossneslaug er í næsta nágrenni við Atlantshafið.
Ljósmynd: westfjords.is

Árneshreppur nýtur þess að náttúran er stórbrotin og fögur. Hægt væri að nefna hvert fjallið á fætur öðru sem standa vörð um firði og víkur, klettaborgir, frábæra strandlengju með ýmist malarfjörum eða hömrum í sjó fram, ásamt fallegum sandfjörum í botnum fjarða. Þar sem dreifbýlið er mikið í sveitarfélaginu er nánast alls staðar hægt að finna kyrrð og ró og verða eitt með náttúrinni. En samt sem áður hefur ferðamönnum fjölgað með hverju ári og árið 2020 var þar engin undantekning þrátt fyrir að vera mjög sérstakt og fordæmalaust ár eins og sagt hefur verið ótal sinnum. Straumur Íslendinga lagði leið sína í sveitina og var ótrúlega gaman fyrir ferðaþjóna að taka nánast eingöngu á móti löndum sínum sem virkilega nutu þess að koma og skoða sig um. Margir voru að koma í fyrsta sinn og urðu alveg bit á sjálfum sér að vera ekki löngu búin að sækja Árneshrepp heim.  Þegar haustaði tók við kvikmyndaævintýri sem lengdi sumarvertíðina fram eftir hausti og unnu heimamenn að því í góðu samstarfi, hver á sínu sviði, að leysa öll mál sem leysa þurfti. Þar má meðal annars nefna að bændurnir í sveitinni kenndu leikurunum að slá með orfi og ljá, snúa heyi með hrífum og að skera hrút sem auðvitað var bara í plati. 

Árneshreppur stendur nú á þeim tímamótum að fyrir dyrum stendur að þrífösun og ljósleiðaravæðing ná hingað í sveitina. Þá skapast auknir möguleikar til nýbreytni í atvinnulífi sem ekki hefur verið hægt að sinna fram að þessu. Þar má nefna alls kyns tölvuvinnslu, svörunarþjónusta og möguleikar bænda til sölu beint frá býli myndi loksins rætast með betri raforku.

- Auglýsing -
Í Norðurfirði má finna gistingu, matvöruverslun og kaffihús og auðvitað fallega smábátahöfn.
Ljósmynd: westfjords.is

Gistingu má finna á eftirtöldum stöðum; Hótel Djúpavík ehf, Ferðaþjónustan Urðartindur, Ferðafélag Íslands, Bergistangi gistiheimili og á næsta ári bætist aftur við Finnbogastaðaskóli sem er að mestu leiti í fríi þetta árið. 

Veitingar eru seldar á Hótel Djúpavík og Kaffi Norðurfirði. Tjaldsvæði eru tvö bæði í Norðurfirði, hjá Urðartindi og Ferðafélaginu. Norðurfjarðarhöfn hefur mikið aðdráttarafl, þar er rekin blómleg smábátahöfn og fyrirtæki í bátsferðum fer þaðan norður á Hornstrandir. 

Rúsínan í pylsuendanum er svo Krossneslaug sem staðsett er í landi Krossness, sem er rétt fyrir norðan Norðurfjörð.  Söfn og sýningar eru á eftirtöldum stöðum; Í Síldarverksmiðjunni í Djúpavík er Sögusýning Djúpavíkur sem er fastasýning, þar er farið um með leiðsögn á hverju, degi kl. 10:00. Á sumrin er einnig sett upp árleg listasýning undir heitinu The Factory og stand þær yfirleitt í 3 mánuði, þar er ókeypis aðgangur. Minja- og handverkshúsið Kört í Trékyllisvík er með fasta sýningu á gömlum munum, að mestu leiti úr sveitarfélaginu og ennfremur er selt þar gæða handverk.  

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -