Laugardagur 28. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Árni Björn er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árni Björn Árnason verkefnastjóri er látinn, á 89. aldursári. Fæddist hann 18. ágúst í Kaupmannahöfn og lést á Akureyri sunnudaginn 21. apríl.

Árni Björn ólst upp á Grenivík en stundaði ungur nám á Akureyri og bjó þar alla ævi, fyrir utan þau ár sem hann nam vélvirkjun á Patreksfirði.

Foreldrar hans voru hjónin Árni Björn Árnason, læknir á Grenivík og Kristín Þórdís Loftsdóttir. Árni Björn átti þrjú systkini, þau Helgu Guðrúnu Árnadóttur, Loft Jón Árnason og Líney Árnadóttur. Loftur er eina systkinið sem enn er á lífi en hann býr í Reykjavík.

Átti Árni Björn farsælan 40 ára starfsferil hjá Slippstöðinni á Akureyri en þar á undan hafði hann unnið við ýmislegt, meðal annars sem háseti á Síldarvertíð og vélvirki hjá vélsmiðjunum Sindra, Odda og Val, þar sem hann var meðeigandi. Árni Björn starfaði til að byrja með sem vélvirki hjá Slippstöðinni en seinna sem verkstjóri í vélsmíðadeildinni. Síðustu tuttugu árin gengdi hann svo hlutverki verkefnastjóri hjá fyrirtækinu.

Eftir að hann hætti störfum hjá Slippstöðinni árið 2004, sló hann síður en svo slöku við en hann sneri sér enn frekar að ritstörfum. Hannaði Árni Björn einnig og byggði upp viðamikinn vef um bátasmíðar á Íslandi www.aba.is. Vann hann að vefnum til dánardags.

Árni Björn var öflugur félagsmálamaður alla sína ævi en hann helgaði Verkstjórafélagi Akureyrar krafta sína og seinna Verkstjórasambandi Íslands þar sem hann gengdi ábyrgðarhlutverkum. Var honum þökkuð störf að lokinni forsetatíð með heiðursskildi og gerður að heiðursfélagi í Verkstjórasambandi Íslands. Þá var hann ritstjóri og ábyrgðarmaður Verkstjórans í nærri þrjá áratugi sem og í ritnefnd að sögu Verkstjórasambands Íslands.

- Auglýsing -

Var Árni Björn mjög áhugasamur veiðimaður á fyrri hluta ævi sinnar og stundaði hvoru tveggja stangveiði og skotveiði. Skíðaiðkun átti einnig hug hans allan en eftir að golfið var kynnt Íslendingum varð ekki aftur snúið en hann náði þeim merka áfanga að fara sem fulltrúi Íslands á Evrópumót eldri kylfinga.

Börn Árna Björns sem hann átti með eiginkonu sinni Þóreyju Aðalsteinsdóttur eru eftirfarandi: Líney Árnadóttir, maður hennar er Magnús Jósefsson. Börn þeirra: Tinna, Telma, Jón Árni og Hjörtur Þór.

Kristín Sóley Árnadóttir, maður hennar er Kristinn Eyjólfsson. Börn þeirra: Sif Erlingsdóttir, Almarr Erlingsson, Styrmir Erlingsson, Hrólfur Máni Kristinsson, Stefán Snær Kristinsson og Grétar Orri Kristinsson.

- Auglýsing -

Aðalsteinn Árnason, kona hans er Guðrún Jóhannsdóttir. Dóttir þeirra er Guðrún Íris Úlfarsdóttir.

Laufey Árnadóttir, maður hennar er Juan Ramón Peris López. Börn þeirra: Lydia Miriam Peris Herrero og Álvaro Peris Árnason.

Þórey Árnadóttir, maður hennar er Höskuldur Þór Þórhallsson. Börn þeirra: Steinunn Glóey, Fanney Björg og Þórhallur Árni.

Þá eru langafabörnin 16. Þau Árni Björn og Þórey skildu árið 1991.

Akureyri.net sagði frá andlátinu.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -