Fimmtudagur 23. janúar, 2025
2.6 C
Reykjavik

Árni hvarf á dularfullan hátt eftir heimsókn á Akureyri – Hattur hans fannst á Strandgötu 13

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fimmtudaginn 19. desember árið 1946 fór Árni Ólafsson, skrifstofumaður hjá Rafveitunni á Akureyri, að heimsækja kunningjafólk sitt að Strandgötu 13 á Akureyri. Síðan hefur ekki til hans spurst. Hattur hans, sem hann gekk ávalt með á höfði, fannst á Strandgötu 13 og gátu íbúar þar ekki gefið skýringu á því. Þrátt fyrir það virðist lögreglan ekki hafa skoðað málið ítarlegra og er því hvarf Árna eitt það dularfyllsta í sorglegri sögu mannshvarfa á Íslandi.

Árni Ólafsson átti konu og fjögur börn er hann hvarf en hann starfaði sem skrifstofumaður hjá Rafveitunni á Akureyri. Þá var hann virkur í Leikfélagi Akureyrar, auk þess sem hann spilaði á fiðlu. Til stóð að hann færi með 12 ára dóttur sína til læknis til Reykjavíkur eftir áramótin en svo varð aldrei.

Hvarfið

Í bók Bjarka H. Hall, Saknað – íslensk mannshvörf, segir að Árni hafi seinnipart fimmtudagsins 19. desember 1946, ætlað í heimsókn til kunningjafólks síns að Strandgötu 13 en ekki er vitað hvort hann hafi farið þangað einsamall en um það fer víst tvennar sögur. Ekki er vitað hvað gerðist eftir heimsóknina en Árni skilaði sér aldrei heim.

Talsverð leit var gerð að Árna dagana á eftir en hún skilaði engum árangri. Þegar ljóst var að hann fyndist ekki fyrir jól var ákveðið að gera hlé á leitinni. Snjóþungt var á Akureyri um þetta leyti og vonuðu menn að eitthvað kæmi í ljós þegar snjóa leysti. Vinir og ættingjar Árna leituðu þó áfram, gengu meðal annars fjörur en án árangurs. Það sem gerði hvarf Árna enn dularfyllra var sú staðreynd að hattur hans fannst skömmu eftir hvarfið í húsinu að Strandgötu 13. Gátu húsráðendur enga skýringu gefið á því en fjölskylda Árna sagði að hann færi nánast aldrei út úr húsi án þess að setja á sig hattinn, sama hvert tilefnið væri.

Ekkjan missti næstum íbúðina

- Auglýsing -

Sagt var frá því í blöðum að annar maður hafi týnst um sama leyti og Árni en það var Aðalsteinn Guðmundsson héraðsdómslögmaður. Fannst hann skömmu eftir hvarfið við Oddeyrartanga á Akureyri, en hann hafði drukknað. Lét Aðalsteinn eftir sig konu og eitt barn. Árni fannst hins vegar aldrei.

Í kjölfar hvarfs Árna var tíðin afar erfið hjá fjölskyldu hans. Ofan á það að þurfa að glíma við óvissuna um örlög fjölskylduföðursins, munaði litlu að ekkja Árna missti húsið sem þau höfðu keypt sér stuttu fyrir hvarfið. Segir í bók Bjarka H. Hall að með hjálp fjölskyldu, vina og vegna eigin dugnaðar, hafi konunni tekist að halda íbúðinni. Þar kemur einnig fram að barnabörn og aðrir afkomendur Árna hafi ekki vitað um örlög hans fyrr en þau voru orðin fullorðin. Grennsluðust þau þá fyrir um málið hjá lögreglu og komust þá að því að engar skýrslur var að finna hjá lögreglunni en þeim var bent á að ræða við Þjóðskjalasafnið. Það bar hins vegar engar árangur heldur. Enn þann daginn í dag hefur ekkert fundist eða frést, sem gæti gefið til kynna hvað varð um Árna þessa örlagaríka kvöld árið 1946, né af hverju hattur hans fannst í húsinu við Standgötu 13.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -