Árni Sævar Jónsson er látinn 81 árs að aldri en Akureyri.net greinir frá þessu.
Árni fæddist árið 1943 og ólst upp á Akureyri og bjó þar alla ævi en foreldrar hans voru þau Jón Halldór Oddsson og Sigurveig Sigríður Árnadóttir.
Árni starfaði meðal annars sem verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Eyfirðinga og síðar sem framkvæmdastjóri hjá Eini hf., en faðir hans var einn af stofnendum fyrirtæksins. Árni hélt svo í kennaranám og starfaði sem grunnskólakennari á Akureyri þar til hann setist í helgan stein.
Golf var ofarlega í huga Árna en hann var meðal annars Akureyrarmeistari í íþróttinni árið 1975 en hann gekk í Golfklúbb Akureyrar árið 1950 og var meðal annars framkvæmdastjóri hans á níunda áratug síðustu aldar í nokkur ár.
Árni lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn.