Miðvikudagur 22. janúar, 2025
1.3 C
Reykjavik

Ása fær yfir 200 milljónir: „Opna augu fólks fyrir heiminum sem við búum í“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ása Skúladóttir, stjarneðlisfræðingur, hefur hlotið styrk upp á rúmar 200 milljónir króna.

Greint er frá þessu í fréttatilkynningu sem Mannlífi barst fyrr í dag en Ása er einn virtasti stjarneðlisfræðingur Evrópu. Styrkurinn er frá Evrópska rannsóknarráðinu en með styrknum mun Ása reyna svara grundvallarspurningum um vetrarbrautina okkar og hvernig frumefnin urðu til. En auk þess að vera vísindamaður heldur Ása úti hlaðvarpinu Lömbin Þagna Ekki sem er eitt vinsælasta hlaðvarp landsins um þessar mundir. Mannlíf heyrði í Ásu og spurði hana út í styrkinn.

„Fyrir mig skiptir þessi styrkur eiginlega öllu máli, bæði fyrir feril minn sem vísindamaður, en samt aðallega út af könnuninni minni 4DWARFS,“ sagði Ása við Mannlíf um hvað þessi styrkur þýddi fyrir hana. „Til að útskýra aðeins, þá eftir tveggja ára mjög strembið umsóknarferli (2019-2021) þá tókst mér að fá 4DWARFS könnunina samþykkta, og hún mun tryggja gögn fyrir 130,000 stjörnur í dvergvetrarbrautum og stjörnustraumum þeirra, og eru gögnin metin á 2-3 milljónir evra, eins og áður segir. Þessi gögn verða tekin yfir 5 ára tímabil (2024-2029) og munu mögulega umbylta öllu sem við teljum okkur vita um dvergvetrarbrautir, en þær eru einmitt svo mikilvægar m.a. því þær eru fyrstu vetrarbrautirnar sem mynduðust í heiminum, og eru grunnurinn af öllum stærri vetrarbrautum.  

En 4DWARFS gefur svo rosalega mikið af gögnum að það er engin leið fyrir mig að vinna úr þessu ein. Með ERC styrknum fæ ég fjárráð til að ráða fólk, doktorsnema og nýdoktora, og þannig get ég bæði tryggt gæði gagnanna og gagnaúrvinnslunnar á 4DWARFS gögnunum. En allra mikilvægast og skemmtilegast er að þá hef ég tök á því að ekki bara sjá til þess að gögnin verði tekin – heldur einnig nýta þau til að fá sem mest út úr þeim fyrir vísindin.“

Stjarneðlisfræði er kannski fag sem ekki margir Íslendingar hafa sérþekkingu á en hvað finnst Ásu um vísindalæsi Íslendinga?

„Ég hugsa að það sé svona meðal, miðað við það sem ég hef kynnst. En ég finn það að í sumum löndum eins og Hollandi, Ítalíu og Bandaríkjunum þá leggja stjarneðlisfræðingar mjög mikila áherslu á að kynna störf sín til almennings, og reyna að gera á hátt sem er aðgengilegur fyrir almenning. Þetta er alls ekki auðvelt alltaf, en þegar vel til tekst hefur það rosalega mikil áhrif á að hvetja börn til að hafa áhuga á vísindum, náttúrunni og alheiminum og opna augu fólks fyrir heiminum sem við búum í. Þess vegna er fólk eins og okkar eigin Stjörnu-Sævar að vinna algjört þrekvirki í þessum málum, og ég ber mjög mikla virðingu fyrir slíku fólki.“  

- Auglýsing -

„Núna með nýja styrknum get ég stofnað mína eigin grúbbu, og öðlast meiri reynslu og sjálfstæði,” sagði Ása um hennar markmið. „Þetta gefur mér líka tækifæri til að fara út fyrir þægindarammann, sem að er alltaf rosalega þroskandi. Eftir 10 ár, þá vona ég að ég geti notað allar niðurstöðurnar úr þessu 4DWARFS/TREASURES verkefni mínu, til að spyrja nýrra og erfiðari spurninga um alheiminn og þróun hans, og svo að sjálfsögðu finna leiðir til að svara þeim spurningum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -