Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Ásdísar-samsæri Þórarins eins og að rífast við mann á typpinu: „Æ, viltu ekki fara í buxur?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Blaðamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson segist ekkert botna í meiningum rithöfundarins Þórarins Leifssonar um að Jakob standi að baki reikningi Ásdísar Óskar Valsdóttur á Goodreads, hvar bók Þórarins hafði fengið slaka umsögn. Ásdís hefur sjálf stigið fram og lýst furðu yfir því að vera sögð einhver önnur en hún sjálf. Jakob Bjarnar segir enga forsögu að baki málinu; Þórarinn sé einfaldlega að reyna að vekja á sér athygli.

Ásdís Ósk Valsdóttir lýsir því í nýjum pistli á mbl.is hvernig hún hafi farið í lestrarátak og haldið utan um bækurnar sem hún las á Goodreads, með stuttum umsögnum, „án þess að vera með rit­dóm því ég er hvorki bók­mennta­fræðing­ur né gagn­rýn­andi og fyr­ir mér var Goodreads bara svona minn­ismiði fyr­ir mig.“

Ásdís segist hafa byrjað að lesa bókina Út að drepa túrista, eftir Þórarin Leifsson, en fundist hún „alveg drepleiðinleg“.

„Mér leið í al­vör­unni eins og ég væri kom­in í sögu­kennslu í grunn­skól­an­um á Dal­vík. Ég gaf henni eina stjörnu og setti í um­sögn:

„Þessi höfðaði ekki til mín og ég gafst upp á henni. Leið eins og ég væri að lesa yf­ir­borðskennda hand­bók um Ísland. Náði eng­um tengsl­um við per­són­urn­ar og ákvað að snúa mér að næstu bók.““

Ásdís segir að sér hafi þótt umsögnin nógu dönnuð til að „enginn fengi áfall yfir dónaskapnum.“ Hún segist síðan hafa fengið skilaboð frá ritstjóra DV, sem hafi viljað kanna hvort það hafi í raun verið hún sem hafi skrifað umsögnina.

- Auglýsing -

 

Sakaði Jakob Bjarnar um að vera Ásdís

Þórarinn virðist hafa tekið umsögn Ásdísar um bók hans illa. Í framhaldinu staðhæfði hann að aðgangi Ásdísar væri í raun haldið úti af blaðamanninum Jakobi Bjarnari Grétarssyni, og Ásdís væri ekki raunveruleg manneskja.

„Þá hafði höf­undi bók­ar­inn­ar verið svo mis­boðið yfir þess­ari um­sögn að hann var sann­færður um að ein­hver ann­ar væri með leyniaðgang und­ir dul­nefn­inu Ásdís Vals­dótt­ir enda hver heit­ir líka Ásdís Vals­dótt­ir. Aug­ljóst að þetta er ekki raun­veru­leg mann­eskja. Ekki nóg með að þetta væri leyniaðgang­ur held­ur vissi hann ná­kvæm­lega hver stæði að baki þess­ari árás,“ segir Ásdís í pistli sínum.

- Auglýsing -

„All­ar bæk­urn­ar mín­ar eru um­deild­ar. Þær eiga líka að vera það. En ég er á sama tíma 100% viss um að Ásdís Vals­dótt­ir er Jakob Bjarn­ar blaðamaður að skrifa dóm um bæk­urn­ar mín­ar inni á Goodreads, gníst­andi tönn­um und­ir dul­nefni. A cunt is a cunt is a cunt,“ skrifaði Þór­ar­inn á Face­booksíðu sína. Pistill Ásdísar ber einmitt titilinn „Eru kuntur neikvæðar?“

„Bara eitthvað klámhögg“

Jakob Bjarnar segist í samtali við Mannlíf ekki hafa hugmynd um það hvers vegna Þórarni hafi dottið það í hug að Jakob hafi skrifað umsögn um bók hans undir dulnefni.

„Ég veit eiginlega ekki almennilega hvað ég á að segja um þetta. Þetta er bara svo glórulaust, eitthvað. Þetta er náttúrulega bara eitthvað klámhögg sem hann setur fram, afskaplega heimskulegt, þar sem hann er að reyna að vekja athygli á sjálfum sér.“

Jakob Bjarnar segist ekki standa í neinum deilum við Þórarin. „Mér finnst þetta bara hjákátlegt rugl og kippi mér bara ekkert upp við þetta. Það er ekkert í þessu; þetta er bara eitthvað svo leiðinlegt. Ég hef alveg gaman af því að lenda í rökræðum og ritdeilum, en þetta er svona svipað og ef ég sæi mann sem er buxnalaus úti á götu á sprellanum og segði við hann „æ, viltu ekki fara í buxur?“, og hann svaraði með einhverjum fúkyrðaflaumi. Þá erum við allt í einu lentir í einhverjum deilum. Ég skil þetta bara ekki. Hann er bara að reyna að koma sér í mjúkinn hjá einhverju liði á Twitter og verði honum bara að góðu.“

Aðspurður segist Jakob Bjarnar ekki átta sig á því hvers vegna Þórarinn hafi gert þessa tengingu, að slök umsögn um bók hans hlyti að vera runnin undan rifjum Jakobs. „Það skilur enginn. Það eina sem getur skýrt það er að það sé einhver hópur, sennilega á Twitter, sem hann vill reyna að koma sér í mjúkinn hjá. Hann hefur verið eitthvað að reyna að slá til mín. Ef það væri eitthvað í þessu, þá væri svolítið gaman að þessu, en það er bara ekki neitt.“

Skrifaði dóm um fyrstu bók Þórarins

Jakob Bjarnar segir enga forsögu um deilur milli þeirra Þórarins. „Þetta er algjörlega úr lausu lofti gripið. Hann er bara að reyna að vekja á sér athygli og honum greinilega tekst það. Ef það væri eitthvað smá vit í þessu, þá gæti verið gaman að þessu, en það er það bara ekki. Ég skrifaði einhvern tíma fyrir lifandis löngu ritdóm um fyrstu bók hans, sem hét Götumálarinn. Það var bara mjög lofandi bók. En ég hef bara því miður ekki lesið neitt meira eftir hann.“

Jakob Bjarnar segir að sig minni að sá ritdómur hafi verið skrifaður í Fréttablaðið á sínum tíma. „Það var bara mjög lofsamlegur dómur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -