Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

ASÍ hafnar ásökunum Quang Le: „Ummæli þessi eru að öllu leyti tilhæfulaus og ósönn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alþýðusamband Íslands (ASÍ) segir Quang Le ljúga í viðtali við mbl.is í dag, þar sem hann sakar sambandið um samsæri gegn sér.

Sjá einnig: Quang Le sakar ASÍ um hótanir: „Búið að vera með mig á heil­an­um“

Quang hafnar öllum ásökunum um mansal, peningaþvætti og annað í viðtalinu. Gengur hann svo langt að saka starfsmann vinnustaðaeftirlits ASÍ um að hafa hótað starfsfólki hans brottvísun úr land ef fólkið „spilaði ekki með“ og sneri baki við Quang.

ASÍ birti tilkynningu í dag á heimasíðu sinni þar sem segir að sambandið beri fullkomið traust til vinnustaðaeftirlitsfulltrúa sinna og sé stolt af árangrinum sem náðst hefur síðustu misseri í baráttunni gegn mansali og misneytingu á íslenskum vinnumarkaði.

Segir einnig í tilkynningunni að ummæli Quang Le séu „að öllu leyti tilhæfulaus og ósönn“.

Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu ASÍ í heild sinni:

- Auglýsing -

Yfirlýsing vegna ummæla Quang Le í viðtali á mbl.is

Á fréttavefnum mbl.is eru í dag, 18. september 2024, birt miður vönduð og ósönn ummæli kaupsýslumannsins Quang Le um starfshætti Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og vinnustaðaeftirlitsfulltrúa. Einnig er vegið að einstökum starfsmönnum með rógburði.

Ummæli þessi eru að öllu leyti tilhæfulaus og ósönn. 

- Auglýsing -

ASÍ ber fullt traust til vinnustaðaeftirlitsfulltrúa sinna og er stolt af þeim árangri sem náðst hefur undanfarin misseri í baráttunni gegn mansali og misneytingu á íslenskum vinnumarkaði.

Handtaka Quang Le og aðgerðir gegn honum og öðrum sem tengjast málinu eru á ábyrgð lögreglu og í þar til gerðum farvegi.

Finnbjörn A. Hermannsson

forseti ASÍ

Halldór Oddsson

sviðsstjóri lögfræði- og vinnumarkaðssviðs ASÍ

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -