Bílaumboðið Askja tekur ekki lengur fyrir reiðufé.
Þegar COVID-faraldurinn tröllreið öllu tóku ýmis konar fyrirtæki upp á því að hætta taka við reiðufé. Einhverjum fannst það of sterk viðbrögð á sínum tíma og fannst að ætti að banna fyrirtækjum að neita taka við reiðufé en fyrirtækin hafa flest snúið þessari stefnu við. Nú hefur bílaumboðið Askja tilkynnt hugsanlegum viðskiptavinum sínum að ekki verði hægt að greiða fyrir vörur þeirra með reiðufé. „Askja heldur áfram að stíga skref inn í stafræna framtíð og hefur tekið ákvörðun um að hætta móttöku reiðufjár,“ segir í tilkynningu frá bílaumboðinu.
Mannlíf sendi bílaumboðinu fyrirspurn um málið. „Ákvörðun okkar um að hætta að taka við reiðufé byggist aðallega á þeim breytingum sem gerðar voru á lögum nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Samkvæmt þeim eru bifreiðaumboð tilkynningaskyldur aðili,“ sagði Víkingur Grímsson, forstöðumaður viðskiptatengsla hjá Öskju, í svari til Mannlífs.
„Áhættumat ríkislögreglustjóra frá 25. Mars 2021 fjallar um helstu ógnir bifreiðaumboða og bifreiðasala, þar sem sérstaklega er kveðið á um greiðslur með reiðufé. Í því skyni að draga úr áhættu á peningaþvætti sem kann að leiða af notkun reiðufjár í viðskiptum við Öskju, tekur Askja nú ekki við innborgun í reiðufé. Takmörkun þessi er til þess fallin að gera þjónustu félagsins óæskilegri —- miðil peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka, auk þess að auka almennt á öryggi í viðskiptum,“ sagði hann að lokum.
Þá var spurt hvort upp hafi komið einhver mál hjá Öskju sem snúa að peningaþvætti en því var ekki svarað. Mannlíf spurði einnig um hvort að hvort að mögulegt væri að borga fyrir vörur hjá Öskju með rafmynt fyrst fyrirtækið væri að stíga skref inn í stafræna framtíð en fékk engin svör við því.