Þann 8. júlí fór Askur Laufeyjarson af heimili sínu í fimm tíma og kom að tíu hundunum sínum dauðum þegar hann kom til baka.
„Þetta er gjörsamlega búið að snúa lífinu á hvolf. Allt sem ég stefndi að í lífinu var tengt hundunum. Mér finnst ég ekki vera öruggur heima hjá mér og mun örugglega aldrei finna fyrir öryggi þar aftur nema hægt verði að útiloka að svona lagað geti gerst aftur,“ sagði Askur í viðtali við Vísi.
Askur er 23 ára hundaþjálfari sem býr á bænum Engihlíð í Norðurdal í Breiðdal. Askur veit ekki hvað gerðist og leitaði til dýralækna eftir skýringum. „Það voru engir sjáanlegir áverkar. Ég þreifaði sjálfur á hundunum og fór svo út um allt gerðið í leit að einhverju sem gæti mögulega hafa orðið þeim að bana en fann ekkert.“
„Dýralæknar sem ég hef talað við eftir það hafa allir verið ósammála fyrsta dýralækninum og fundist gas, rafmagn eða eitrun líklegasta skýringin,“ sagði Askur en taldi fyrsti dýralæknirinn sem hann ræddi við að um hitakast væri líklegast að ræða.
„Eina sem mig grunar er hreinlega að einhver hafi komið og drepið þau en á sama tíma vill ég ekki trúa að fólk sé nógu illa innrætt til þess,“ sagði Askur um þennan hræðileg atburð.