Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir gerði lítið úr Svandísi Svavarsdóttur fyrir framan fullan sal af kvótakóngum á Sjávarútvegsfundinum í gær.
Samstöðin segir frá því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hafi gert heiðarlega tilraun til að niðurlægja Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra, í ræðu sem hún hélt á Sjávarútvegsdeginum í gær, sem haldinn var af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, áður LÍÚ.
„Ég viðurkenni að það er reyndar mjög freistandi að tala um málefni líðandi stundar, bara mjög freistandi. Ég gæti rætt um gullhúðun íslenskra stjórnvalda og þungt regluverk ESB. Ég gæti rætt um hvalveiðar, nú eða sjókvíaeldið – eða bara Samkeppniseftirlitið og jafnvel verktaka þess, ráðuneytið sem er einmitt í sama húsi í B26. Ég gæti líka rætt samnefnarann yfir þetta flest: Svandísi Svavarsdóttur.“ Þetta sagði Áslaug Arna og var ekki hætt. „Hún situr með mér í ríkisstjórninni. Ríkisstjórninni sem þið öll auðvitað elskið svo heitt og innilega. Um hana get ég sagt eitt, ríkisstjórnina, sem sagt ekki Svandísi: Þessi ríkisstjórn er skárri með Sjálfstæðisflokknum í henni en án hans.“
Hér fyrir neðan má sjá ræðu Áslaugar Örnu í heild sinni, en hún tekur til máls þegar 11 mínútur og 30 sekúndur eru liðnar: